Wednesday, March 22, 2006
Stemmingin í Lundi
Stemmingin í Lundi, Dalby, Kaupmannahöfn var yndisleg. Börnin skemmtu sér og léku sér svo fallega saman ja svona eins og mömmurnar og pabbarnir gerðu líka. Met voru slegin í eldamennsku og ég held að aldrei hafi íslenska lambalærið verið eins ljúffengt, sporðrennt með mesta meðlætinu sem líklega finnst, nefnilega vináttunni og ástinni. Það er svei mér þá eins og maður hafi hreinsast af illum öndum í þessu ferðalagi, vorskapið er komið og þessi yndislega bjartsýni sem fylgir því.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
18 comments:
Thvilik stemmning tharna,og einstaklega fallegt folk a thessum myndum, svo eg tali nu ekki um börnin og matinn, vissi ekki ad heimili mitt gaeti ordid svona fallegt a mynd, sennilega bara vegna thess ad svo falleg kona tok thessar myndir, Gudi se lof fyrir foreldra Brynju og Valla ad hafa eignast thessi yndislegu börn, lengi lifi laeknadeild og Akureyri,annars hefdum vid aldrei kynnst. Thakka Gudi og Valla og Sveinba fyrir thessa fallegu godu helgi og fyrir ad hafa leyft okkur ad versla saman svo vid gaetum ordid svona fallegar a mynd.
Hananu.
thin tobba.
já og hananú segi ég líka og tek undir allt sem þú sagðir. Þið eruð svo falleg bæði að innan sem utan og ekki skaðar hversu gestrisin og góðir kokkar þið eruð og donanú svo ég vitni nú í fagurbókmenntirnar!
Já það hefur greinlega verið mikið borðað af góðum mat og bæði börn og fullorðnir skemmt sér vel. Þið konurnar báðar svo flottar, fínar og vel sminkaðar. mætti halda að þið hefðuð farið á stofu í förðun. Margar skemmtilegar myndir af krökkunum líka. Gott að þið áttuð góða helgi öll sem eitt.
Kveðja, Fanney
já sko við tobba köllum ekki allt ömmu okkar, ásamt náttúrlegri fegurð eyddum við "nokkrum" mínútum í að punta okkur.....mikið rosalega var það gaman eftir óverlód af "flíspeysu og hár í tagl syndróminu"
Ég vil líka þakka Tobbu fyrir að hafa losað þig við alla illu andana sem voru að angra þig síðustu mánuði. Úff ekkert smá mikill pakki af hafa þá alltaf í eftirdragi. Sérstaklega af því að þeir voru líka sænskir og væmnir illir andar. Hver þolir slíkt til lengdar? Gott að þeir urðu eftir í Lundi hahahaha.
já guðisélof að illu andirnar eru uppleystir, gerðu það samhliða vorleysingum og vináttu. Vil að það komi skýrt fram að þeir voru ekki skildir neins staðar eftir, þeir eru dauðir eins og dóttir mín kemst svo skemmtilega að orði þegar hún talar um látið fólk.
Hver tekur myndirnar? Góður ljósmyndari-gott formskyn.
Ásta
Dagrún: ég á tvaer ömmur ömmu Kristinu og ömmu Jennný eitthvad og svo á eg margar sem eru daudar!
(Jenný eitthvad innskot Tobbu)
Dagrún: Tobba aetlar thu ekki ad fara i skírakjólinn thinn núna ( meinar giftingarkjóll), nei veistu ég aetla ekki ad gifta mig i kvöld Dagrún mín, ( sem fór i sinn giftiskjól kl. 06.20)
Hördur Breki vid Einar sem segist ekki geta haett ad vera i fýlu thrátt fyrir ad hann vilji thad: Einar madur getur allt sem madur vill, ef madur vill thad. Einar" nei Hördur eg vil ekki vera i fylu en eg get ekki haett thvi"
Helga Isold: Ég aetla sýna Valla thessa flíspeysu hann elskar hana örugglega, Helga med háan hita og hósta reisir sig upp til ad kanna hvort prinsessan sem Valli teiknadi a hendina a henni se nokkud horfin, hún hefur by the way neitad ad fara i bad sidan, Valli teiknar svo vel mamma, hann er vinur minn, og eg elska Dagrúnu og ömmu Helgu og Afa sigga og ömmu Dagnÿ og Dagny Ros fraenku.
og fyndid Eg elska Valla og Brynju og Sveini líka.
Tobba
Guernica á vegg... sjís hvað þið eruð fáránlega kúl.
Alltaf gaman þegar fallegt fólk hittist, borðar góðan mat og drekkur gott vín og verður alltaf fallegra og fallegra.
Gaman að sjá myndir af Tobbu og manni sem ég hef bara heyrt talað um hingað til. Til hamingju með veisluna, verslunina, tilhefðina og börnin.... og allt annað sem lukkulegt er.
Maggi thu getur verid stolt af thvi ad svona kúl kona hafi gist i ruminu thinu!!!manstu
ps dundardu ther enntha ad setja nidur a blad allar videomyndir sem thu hefur sed um aevina, man thegar thaer voru komnar uppi 250, og thegar ther leiddist tha skrifadirdu thaer afturabak.
gaman thegar folk finnur ser eitthvad svona uppbyggilegt ser til dundurs.
ps flossa öll tannlaeknabörn daglega???
kvedja tobba
Velkomin heim elsku blómabörnin mín.
Mikið var nú gott hvað það var gaman hjá ykkur.
þið hafið án efa átt í áhugaverðum samræðum en héld samt að börnin hafi slegið það út samanborið blogg hér fyrir ofan.
Það er best að eiga góða að.
gott - betra - best = stigbreyting lýsingarorða.
Best er að eiga góða vini og fjölskyldu!!!!!
skrú Skrú
Síðasti svona listi sem ég gerði var í "Name all fifty states in six minutes" keppni í fyrra. Ég skrifaði eins og ég gat og náði 48. Og þér er að sjálfsögðu velkomið að gista þegar þér dettur í hug.
P.S. Ég flossa svona vikulega. Ekki kjafta.
hummm..........var verið að benda mér á að stigbreying mín hafi ekki verið rétt þetta ætti að vera svona
gott - betrara- bestast!!!!!
o jæja
ég get þó stigbreytt stór =
stór-aðeins meira stór- risi....
eða er þetta ekki einhvernveginn svona ha?
Samt eru góð fjölskylda og vinir best.
ps.
Maggi má ég líka gista
Maggi ég skal lofa að grípa ekki í ......æi þú veist
Hvar byrdu nuna maggi minn??
og mjer fannst nu rumid thitt frekar mjott og puko
rett hja skru skru vinir og fjölsk eru best tala nu ekki um ad eiga svona otrulega systur eins og brynju mina. ps hefurdu farid og verslad med brynju, og er nokkud til skemmtilegra.
ykkar tobba
vinir og fjölskylda, mikið er maður heppinn að eiga hvorttveggja, svo er maður stundum að væla um að maður vilji vinna í lottói.....til hvers eiginlega?
Post a Comment