Saturday, September 30, 2006

Fljótandi terta á laugardegi
















Eiginlega fyrsti áþreifanlegi haustdagurinn í dag, skýjað, logn og svo yndislega milt veður. Svona veður gerir mig rólega og mjúka. Fórum út með krakkana, sem endaði þannig að Valli spilaði fótbolta við Hörð Breka og fleiri stráka. Dagrún var liðtæk til að byrja með en svo kenndi hún mér leikinn "farbror lejon vad är klockan" sem er nokkuð áþekkur og 1,2,3,4,5 dimmalimm. Þetta var stuð. Síðan fórum við heim, borðuðum brauðið sem Valli bakaði í gærkveldi með smjöri og fíkjusultu frá Líbanon krydduð með anís, ótrúlega gott. En rúsínan í pylsuendanum var drykkurinn minn sem ég verð að segja ykkur frá. Hún Lilý mín kynnti mér í gær fyrir Chaitei, fljótandi terta. Unaðslegur drykkur sem er drukkinn allt árið um kring í Indlandi. Bragðið er svo gott fyrir kroppinn og sálina og vekur upp minningar um inniveru í stórhríð undir sæng, rafmagnsleysi, vasaljós og Enid Blyton. Kaffi, kleinur og kryddbrauð hjá ömmu...drykkur sem sé sem allir þurfa að njóta. Í þessum skrifuðum orðum er afslöppun í gangi, telyktin fyllir húsið, strákarnir spila playstation, Dagrún er að prinsessast og ég er jú hér við tölvuna.

9 comments:

Lilý said...

Mmmh einn af þessum frábæru laugardögum. Minnti mig bara á tímann milli jóla og nýárs þegar ég las þetta.

Ég hef haft það svipað í einverunni, ekki misskilja mig.. einveran getur líka verið góð, þó hún sé stundum yfirþyrmandi. Í dag var hún einstök. Ég fékk mér hafragraut í morgunmat, bloggaði náttúrulega svolítið, fór í göngutúr um fallega hverfið mitt, kom heim, þvoði þvott, tók til og fékk mér te.. las í bók um lífsreynslu heyrnarlausra og heyrnarskertra.. eldaði mér mat, settist svo niður og bróderaði svolítið. Mér líður eins og ég sé komin á eftirlaun! En svo er nú aldeilis ekki.. alvaran blasir við á mánudaginn!

Trevlig söndag gumman!

brynjalilla said...

úffpúff gangi þér vel á mánudaginn skotta, en mundu svo gamanið byrjar klukkan sex, salzatime!

Anonymous said...

Alltaf gaman að fá að sjá myndir af ykkur. Börnin eru að verða svo stór. Hlökkum svakalega mikið til að sjá ykkur um jólin !!!!!!!!!!

Anonymous said...

gaman að sjá myndirnar og heyra af tedrykkju og öðrum fjölskyldusamverustundum. S

Sé á myndinni að hann Valli er afar líkur mömmu sinni, sem er með mér í leikfimi :-)

Njótið haustsins í Svíþjóð.

Kærar kveðjur,

Ingibjörg

Anonymous said...

Held ég verði að koma til þín til að fá að smakka svona indían drykk, uppskriftin er á útlensku og ég skil ekki útlensku ...
Hitti systur þína, Lísu og mömmu þína í gær - hlökkum allar til að fá ykkur heim um jólin :-)

Anonymous said...

æi... ég sakna ykkar...

Anonymous said...

Sá mömmu þína og systur aftur í gær, þær voru úti að labba. Spurning til Frú skrú skrú "who's the dog?!?"

imyndum said...

... mikið rosalega er hann Hörður orðinn stór!

Gaman að sjá myndir af ykkur... þó það vanti einn... eða eina.

Hafið það sem best í haustrómantíkinni, Rósa

Fnatur said...

Elska þegar þú setur myndir inn á sæta. Dagrún stendur sig vel í prinsessu hlutverkinu. Líka gaman að sjá hvað Hörður og Dagrún eru yndisleg blanda af þér og Valla. Vona að það gangi vel í "takinu" (blikk blikk).