Thursday, February 15, 2007

"andvarp, dæs og þægilegt"


"andvarp, dæs og þægilegt" Sportleyfið er byrjað hjá okkur. Erum að ferðbúast en við keyrum niður til Lundar í dag. Ætlum að kíkja á vini okkar, húsið okkar og bráðum bæinn okkar. Ætlum að borða góðan mat, skokka (vonandi), leika, spila, baða í sjónum, drekka vín, hlæja, dansa, faðmast og skreppa til Kaupmannahafnar "andvarp, dæs og þægilegt"

5 comments:

Anonymous said...

Ég vil bara benda ykkur sem þekkið hana elsku Brynju okkar að ég Tobba, sem bý í Lundi og tel niður dagana þangað til að hún flytur hingað er búin að þrífa og þrífa og taka til í skápum ( því meira að segja skápar Brynju eru alltaf fallegir að innan, aldrei draslskúffa, ekkert rusl, allt snyrtilegt i þar til gerðum körfum). sem sagt við hjónin erum núna á fullu, að þrífa veggi, gólf (þið vitið hvernig hún er í sambandi við gólf), klósett, sturtubotna, og svona hluti sem maður gerir ekki fyrir hvern sem er og alls ekki hvenær sem er,
Búin að kaupa afskorin blóm, nýja blómavasa, smotterí handa Brynju, hvítvín í kæli, og tónlist á fóninum,
Svo var nátturlega aðalmálið hvað gefa skyldi drottningunni svo að borða, þegar hún loks kemur, en hún borðar helst bara það sem er afar afar hollt, helst baunir, en Valli getur ekki borðar baunir því þær minna hann á eitla úr mannslíkamanum og tilhugsunin að borða eitla finnst Valla ógeðsleg ( mér líka en borða nú samt baunir)
úr varð að Sveinbjörn sagði að Valli myndi helst vilja kjúklingasamloku á lá Tobba, og kaldan bjór, og finnst ykkur ég geta boðið Brynju upp á það, með extra grófu brauði, svo á ég reyndar 4 daga gamalt baunasallad í ískapnum, sem hún getur fengið eða hvað finnst ykkur.
Elska Brynju meira en allt, og ekkert ekkert er nógu fallegt, nógu gott handa henni
tobba

Anonymous said...

Kæra Tobba slökktu ljósin, kveiktu á ilmandi kertum, settu fersku blómin í nýju vasana, gjarnan fyrir framan nýpússaðan spegilinn. Settu vel að brakandi stökku og fersku salati á samlokuna og ískælt hvítvínið í glitrandi glas.
Til öryggis maukaðu gömlu baunirnar með hvítlauk og fersku kóríander, nú áttu hummus
Búin? Núna gæti sjálfur sænski konungurinn komið með fjölskyldu sína og verið hamingjusamur hjá þér.
Nei Tobba mín ég held að það eina sem þú þurfir að gera er að vera heima, vera þú sjálf, opna fyrir Brynju lillu og fjölskyldu Þá væri sólin komin upp og Brynja hamingjusöm og þakklát fyrir sína góðu vini.
ps. það er kannski þetta með gólfin sem þyrfti að athuga.
........Brynja ég sakna þín.
Hátíðarkveðjur
Áslaug

brynjalilla said...

thid erud svo yndislegar ad thekkja mig svona vel og umbera gólfastridu mina. Her sit eg heima hja tobbulillu og er mjög hamingjusöm. Thad er vist abyggilegt ad thad tharf ekki ad laga til i skapum fyrir mig eda thvo golf en einlaegur vilji til ad gledja mig og mína er fallegasta gjöfin. Fekk fleiri yndislegar gjafir rósapostulínsbolla, pottaleppa med svo yndislegum bleikum íkornum og glasamottur fra lisbet dahl vinkonu minni. Skyldi engan undra thó mér lídi eins og drottningu. Já thvílíkar móttökur, takk elskurnar mínar segi ég audmjúk.

Fnatur said...

Eftir að hafa lesið pistilinn hennar Tobbu í gær kom einhver Brynja í mig og ég þreif öll gólfin í húsinu. Skemmtið ykkur vel um helgina stelpur ;)

Guðbjörg Harpa said...

Elsku Brynja gleðilega helgi. Vonandi nýtur þú þess í botn að vera í Lundinum :)
Ö ég sé ekki silkiþrykkið þitt :( kannski á morgun hver veit

knús frá usa