Sunday, February 11, 2007

sunnudagar og skúffusteypa

allammallamá, man núna afhverju ég baka skúffuköku svona sjaldan, borða hana í öll mál og milli mála þar til hún klárast, er með steypuklump í maganum og heimilismeðlimir vorkenna mér ekki neitt heldur mana mig til að fá mér ís til að fylla í mögulegar sprungur. Ég segi nei og sé hafragrautinn í hyllingum svona ef ég verð einhverntímann aftur svöng. Annars allir í góðum fíling, lasarus heimsótti krakkana en var svo sem ekki með nein læti, kom bara og sáði hósta og kvefskít, engu alvarlegu. Sunnudagsmorguninn búin að vera góður, Dagrún fann gamla kuðunga upp í skáp og krabbakló og er búin að dunda sér við þau sígildu leikföng. Karlmennirnir eru öllu tæknilegri og spreyta sig á einhverjum tölvuleik og ég las fréttablaðið, drakk súkkulaðimyntute og kveikti á kertum.

Ný vika að hefjast, venjubundin hversdagsleiki handan við hornið. Á morgun fæ ég 2 pólska kennara sem ætla að kenna mér grafík, hlakka til þó píkublómin eigi enn hug minn allan, samt verk sem auðvelt er að vinna heima og er ákaflega róandi, það er hreinlegt og gaman að þæfa ull og róandi að sauma. Börnin taka þátt og eru búin að gera ullardúka og skálar. Æ sunnudagar, dagar til afslöppunar en líka til að sakna fjölskyldunnar og vinanna. Vildi að þið mynduð banka allt í einu upp á, leggðuð áreynslulitlum sunnudegi lið, hjálpuðuð til með skúffukökuna, kaffi og sófalúr í eftirmat.

10 comments:

Anonymous said...

Oh...við værum sko til í það líka....
bank bank ;)
Stefnum á það í júní :)

Anonymous said...

Já einn dag í júní verður bankað, gestir frá Ísl. mættir.
Ástarkveðjur !!!!!!!!!!

Fnatur said...

Mikið skil ég þig með skúffukökuna og sunnudagsheimþrána. Það er líka lasarus hérna í heimsókn þannig að mér heyrist ástandið vera nokkuð svipað nema í staðinn fyrir að baka þá keypti ég brownies tilbúnar úti í búð. Ég vona að krökkunum fari að líða betur. Hafðu það gott mín kæra.

hannaberglind said...

myndi elska það að eyða lötum sunnudegi með þér og þínum:)latir sunnudagar eru æði:)

Anonymous said...

Er komin, er að banka, hleyptu mér inn í sunnudagssælu

Anonymous said...

Sunnudagarnir eru alltaf góðir (fyrir utan að stundum harmar maður það að þurfa að mæta í vinnuna daginn eftir). Og skúffukaka hljómar mun betur en hafragrautur.

Anonymous said...

Sunnudagarnir eru alltaf góðir (fyrir utan að stundum harmar maður það að þurfa að mæta í vinnuna daginn eftir). Og skúffukaka hljómar mun betur en hafragrautur.

brynjalilla said...

hlakka til í júní, lofa engri skúffuköku en aftur á móti sól, grilli og ís. Svo segi ég kom inn, hér er stöðugt verið að banka en er líklega huglægt þar sem engin stendur á tröppunum.

Anna Sigga mikið var gaman að fá komment frá þér, vonandi hafið þið það gott, spurning að við sjáumst svo í Lundi einhvern daginn þegar þið Jóhanna takið húsmæðraorlofið ykkar, endurtek loforðið hér að ofan?

Anonymous said...

Varð soldið ringluð þegar ég las hérna fyrir neðan að þú ætlaðir að gera 36 píkublóm eins og þú værir gömul... fór að reikna... bara haaa... nei þetta gengur ekki upp því ég er 19, nei 20 haaa.... nei já takk fyrir ég er að verða 23 ára gömul og allir að verða eldgamlir bara...!!

En ég skil ekki hvernig þú getur borðað svona mikið af kökum og svoleiðis rusli... ef ég fæ mér eina kökusneið finnst mér ég alltaf vera svo skítug að innan að ég verð að fasta í 4 daga og borða svo bara lífrænt kál aðra 4 daga...

En súkkulaðite?! Verð nú að viðurkenna að það hljómar ekki vel... en væri samt til í að finna lyktina af því...

lovjú;**

brynjalilla said...

hahharg Brynjavala heldur þú að nokkur maður trúi þessu, þú og þínar kökur láta jörðina hristast eins og góð fullnæging.