Monday, February 05, 2007

Ullarpíkublóm og erótískt nudd



















































Píkublómin mín hafa skotið víða rótum, nú síðast á listaverkahappdrætti til styrktar rannsóknum gegn brjóstakrabbameini. Í kvöld sáði ég fræjum að nýjum píkublómum í hlýja, mjúka og kvenlega voð. Er ánægð með afraksturinn sem litaðist af nærveru annarra skapandi kvenna. Yndisleg kvöldstund þar sem erótíkskt nudd og spjall sveif yfir.

Píkur lengi lifi!

16 comments:

hannaberglind said...

vá mér finnst píkublómð þitt svakalega fallegt, saklaust en jafnframt bjóðandi.
og til hamingju með að hafa fengið tækifæri til að koma list þinni á framfæri á þennan skemmtilega hátt

Fnatur said...

Yndislegt. Hlýlegt og svo mikið hugmyndaflug. Kannski gardínuklámið hafi eitthvað hjálpað til ;)
Er stolt af þér kæra vinkona.
Þú ert frábær listakona. Til hamingju.

Anonymous said...

Eini gesturinn, sem hefur kommentað á píkublómið sem liggur í skál inni á baðinu hér uppi, er félagi Andra og læknir (bæklunarlæknirinn sem skar hann þegar hann sleit hásinina og minnir okkur skemmtilega á Högna). Ég held hann hafi bara verið nokkuð hrifinn af því þótt honum hafi vafalaust þótt Íslendingarnir nokkuð sérstakir að skreyta baðherbergið með svona "klámi" :-)

En mér finnst píkublómin ekki vera síðri í ull, líta svona aðeins mýkri út (eins og við vonandi flestar erum :-). Voru þær á námskeiði hjá þér að læra að búa til eigin píkublóm eða voru þær að hjálpa þér með þín?

Anonymous said...

Vá geggjuð píkublóm :)
Það hafa greinilega fleiri en ég píkublómin sín inni á baði. Það er mjög oft kommentað á mín píkublóm...enda er ekki hægt að fara á wc hjá mér, án þess að sjá þau....og karlarnir (sko þeir sem pissa standandi tíhí) verða að horfa á þau á meðan þeir pissa !
Merkilegt nokk þá hef ég ekkert þurft að þrífa meira eftir þessa uppstillingu, en ég hafði búið mig undir það !

imyndum said...

Frábær hugmynd að gera píkublóm úr þæfðri ull, kemur svakalega flott út og oppnar fyrir nýjum hugmyndum af uppstillingum og framsetningu.
Glæsilegt

Anonymous said...

Elsku Brynz.. takk fyrir frábært kvöld, þú færð að sjá útsaumaðar handstúkurnar mínar fljótlega :)

brynjalilla said...

Takk fyrir falleg komment

hahha Edda mín ég vona að klósettþrifin verði ekki of yfirþyrmandi í framtíðinni, spurning hvort þessar mjúku falli í jafngóðan jarðveg og þessar hörðu?

Róza J það sárvantaði þig í hópinn í gær. Eva leiðbeindi okkur um þæfunaraðferðir og við hinar gerðum skemmtilega ólík listaverk

HLakka til Lilý, við getum kannski bíttað þegar framleiðslan verður komin vel af stað.

Anonymous said...

Píkublómin mín eru nú inn í stofu og hafa vakið mikla eftirtekt en mismikla hrifningu, ekki allir opnir fyrir kvensköpum á glámbekk.
Ég er hinsvegar mjög hreykin af þeim og vildi gjarna bæta nokkrum mjúkum, hlýjum og þæfðum við mér til ánægju.
Mér finnst þau alveg frábær kæra systir.
Hefði svo viljað vera með ykkur í ullarþæfingu og erótísku spjalli.
ps. Hvað með píkublóm úr sænskum mosa spyr móðir okkar systra

brynjalilla said...

hahah hún verður þá að koma að hjálpa mér að búa þau til, vilt þú ekki líka bara skella þér með Áslaug mín?

Anonymous said...

Til væri ég, svo myndum við tína villtan mosa í sænskum skógi, Afurð, mjög svo náttúruleg píkublóm í allri sinni dýrð.

Anonymous said...

Píka pussa láva skör
loka böllur tillingör

klámvísa sem amma mín Gústa frá Látalæti kenndi pabba mínum, og hann mér, og ég flutti í brúðkaupi mínu, með misjafnlegum undirtektum, en amma Gústa hefði orðið 100 ára þann 29.júlí 2006

lengi lifi píkur, píkublóm
og Brynja því af öllum píkum í heimi, elska ég hana/hennar mest og best


tobba

Anonymous said...

átti nátturlega að vera tittlingör, hef greinilega búið of lengi í Svíaríki

tobba

Anonymous said...

En hvað er svo næst á dagskrá ég meina þú ert nú jafnréttissinnuð og þegar ég borðaði morgunmat hjá ykkur um daginn, þá lét Valli á borðið eins og ekkert væri sjálfssagðara gifssteypu af tittlingi, og ég sagði vitanlega "ekki segja mér að þetta sé typpið þitt, og Brynja hafi verið að prófa sig áfram með nýja gifsaðferð" hann neitaði, ekkert mjög sannfærandi en samt,
vantar ekki píkublómunum eitt stykki böll, sér við hlið svona til að engir verði abbó eða er það algerlega rang hugmynd, ég myndi tildæmis vija listaverk með brjóstum (Brynju ekki mínum) og píku sem stæði undir "þú mátt snerta ef þú ert búinn að þvo þér um hendurnar, og væri td tilvalið listaverk inná baði,

tobba í klobba
ps Áslaug systir, sænsk mosablóm geta ekki orðið neitt annað en neutral og döll, mæli með íslenskum mosa, grófum og spennandi, leyndardómsfullum og kryddlegnum, með lambasperði.
hlakka til að kynnast þér elskan
tobba

brynjalilla said...

Oh Tobba eitt er víst að ég elska þig og þína líka og þessi klámvísa...algjörlega morgunljóst að ömmur okkar áttu margt sameiginlegt, kunnu allavega að kveða klámvísur hahaa og gifsafsteypan góða sem hefur glatt marga. Hún lék stórt hlutverk í myndasögu sem ég gerði síðastliðið vor og fjallaði um ástir og örlög nokkurra píkublóma sem fóru í vorleiðangur, verð nú bara að gefa þér eintak. En nú þarf ég vandlega að velta fyrir mér tittlingablómum, áferð þeirra og eiginleikum...langar miklu meira í eitt svoleiðis inn á bað sem má snerta eftir hentugleikum. Og lambaspörð það er nú aldeilis efniviður sem hægt er að gera ýmislegt úr, þræða upp á band og gera hálsfestar, setja inn í glansandi bréf og segja að það sé lakrítskaramella, nei heyrðu nú mig nú held ég að það sé komin háttatími...skoða kannski bara smá híbýlaklám fyrst, hlakka svo til að sjá þig í næstu viku.

Anonymous said...

Varðandi mosablómin, verða eiginlega að vera úr ljósum mosa, grænn gefur ranga mynd. Ekki viljum við hafa grænar láfur. Gætu vakið þá hugsun ja hér er farið að slá í eitthvað.
Tobba, hlakka einnig til að kynnast þér:) og elska þig Brynja

Anonymous said...

sakna þín vildi að þú værir aðeins nær okkur xxx Þórdís