Sunday, October 07, 2007

fjölskyldumyndir, önnur tilraun

Það er nú meira hvað tíminn líður hratt, það er næstum því alltaf helgi, sem betur fer. Hér er sem endranær annríki á öllum vígstöðvum en allir sáttir svona fyrir utan geðvonskuköst frúarinnar sem reyndar eru á undanhaldi því viti menn, tölfræðiskrímslið óvinur hennar er farið að taka á sig æ greinilegri mynd og er jafnvel skemmtilegt á stundum og jafnvel helvíti gagnlegt. Aldrei að vita nema okkur takist að bindast vináttuböndum. En þetta var góð helgi með sígildu pizzuáti og idoláhorfi. Mér tókst að fara einu sinni út að hlaupa og í leiðinni í þeim túr náði ég að fara á 2 myndlistarsýningar, misgóðar... en dýrmætt augnablik sem ég átti með sjálfri mér. Við vorum svo hjá Hirti og fjölskyldu í kristianstad á laugardagskvöldið og áttum mjög ljúfa stund með þeim og Magga Teits og fjölskyldu. Gróðursettum svo skrilljón haustlauka í góða veðrinu sem lék um okkur í dag og nutum dagsins með blandi í poka og okei lítið rómantískum heimalærdómi.

Læt fylgja með nokkrar velvaldar "ekkigrettumyndir" frá síðustu tveimur vikum.








5 comments:

Anonymous said...

Yndislegar myndir, greinilega smá sumar hjá ykkur enn...kv. Ásta Brekkusnigill

Anonymous said...

Omg!
RAUÐA ÞRUMAN!!
SvölUST!
Sætu elsklings grísirnir!
Vermir manni nú um hjartarætur.

Fnatur said...

Hæ skvísa.
Gott að þú og tölfræðin eru betri vinir en oft áður hehe.
Fallegar myndir að fallegu fólki.
Já það er alveg rétt hjá þér.......það er alltaf helgi ;)

Anonymous said...

Frábærar myndir! Gaman að sjá hvað þið blómstrið í Svíþjóð.
Knús, Ingibjörg

Anonymous said...

fallegar myndir, en ég var ekki að átta mig á því að það væri svona gott verður hjá ykkur, það er spurning hvort ég þurfi að endurpakka!!!