Tuesday, October 23, 2007

Geggjað að geta hneggjað!


Góla, gagga, hlaupa um nakinn eða eithvað álíka á almannafæri? Ég fékk þessa tilfinningu mjög sterkt í dag. Var í hverfisbúðinni og á auglýsingatöflu var risaplakat af galopnum munni, auglýsingin greip mig en ég tók ekkert eftir því hvað verið var að auglýsa, þetta var bara flott mynd sem minnti mig einhverra hluta vegna á hest. Yfir mig kom þessi rokna tilfinning og löngun að syngja hástöfum " það er svo geggjað að geta hneggjað" Hef sjaldan fengið svona sterka löngun til að láta vaða, söngurinn gjörsamlega kraumaði í mér. Ég leit í kringum mig, indverskar konur í sari, þroskaheftur maður, gamlar konur með göngugrindur, unglingsstúlka með bleikt hár og þreytt húsmóðir með tvíburana sína sem voru báðir grenjandi. Ég bældi sönginn niður til hálfs en leyfði mér að humma þetta ásamt einhverri laglínu sem fylgdi í kjöfar hneggsins, held svei mér þá að hún hafi verið heimatilbúin. Auðvitað er ég búin að gleyma þessari laglínu núna en er sátt við að hafa lagt fjölbreytileikanum í búðinni lið.

5 comments:

Anonymous said...

Hahahah! Hefðir bara átt að kýla á það! Frábærir áhorfendur!

Anonymous said...

Elsku systir bara að láta svona flakka. Gefu lífinu bara lit og hefði örugglega fært þreyttum húsmæðrum og öðrum tilbreytni í daginn. Hefði kannski ekki mælt með svona söng hér í Hagkaup á Akureyri, aðrir úr fjölskyldunni sá um að skemmta starfsfólkinu þar.
En hey kommon þú ert í svíþjóð landi jafnaðar og umburðarlyndis, þú hefðir örugglega verið klöppuð upp fyrir framtakið. Næst læturðu það bara gossa.
knús

Fnatur said...

Frábær mynd af fögru hrossi.
Já hvað er þetta mar...bara láta vaða. Lífið er of stutt til að bæla svona yndislegar langanir niður.
Síðan geturðu alltaf notað það sem afsökun að þú sér "útlendingur".

Anonymous said...

ekki spurning bara láta vaða!!!
ég skellihló þegar ég las bloggið, mér finnst þetta geggjað findið að vera í svona stöðu í þessu umhverfi. Þetta minnir mig á fréttina í mogganum núna í vikunni þar sem hringt var í lögregluna vegna öskra í konu á svölum í fjölbýlishúsi í kópavogi, konan olli að sjálfsögðu nágrönnum sínum miklum óþægindum. Þegar lögreglan kom á staðinn sagðist konan vera haldin svo mikilli innbyrgðri reiði að hún bara yrði að öskra til að fá útrás og myndi ekki hætta.Lögreglan sá að það var bara eitt sem hún gat gert í málinu. Lögreglan keyrði hana upp í Heiðmörk það sem hún fékk að öskra eins og hún þurfti og var að því loknu keyrð aftur heim til sín:) Algjör snilld:)

Anonymous said...

Það sem ég segi lögreglan er góð.
knús