Thursday, October 18, 2007

sykurhúðaðar veitingar


Já það er óhætt að segja að það hafi verið stuð og sykurhúðaðar veitingar runnu ljúflega niður. Takk fyrir allar afmæliskveðjurnar, skottið mitt litla er afar ánægt með þetta allt og finnst felast mikil ábyrgð í því að vera orðin 6 ára...
Knús frá okkur öllum og góða og skelfilega helgi, er ekki annars halloween að nálgast múhahahaa!

ps: það var engin rotta í gildrunni í dag



11 comments:

Thordisa said...

Flottar tertur hjá þér enda ekki við öðru að búast. Sakna ykkar

Anonymous said...

Flott afmælisprinsessa með flotta afmælisköku. Getur ekki orðið flottara.

ps. Dagrún mín fékkstu músaafmæliskortið frá okkur
knús á ykkur öll
Áslaug

Fnatur said...

Úhhhhhh æðislegar afmælispartýmyndir.
Langar ekkert smá mikið í þessa snúða þarna á borðinu.
Jú jú Halloween nálgast óðum. Búin að kaupa graskerin og búningana. Hlakka mikið til mhúahahahaha.
Er sem sagt haldið upp á Halloween í Svíþjóð???


LUV, F

Anonymous said...

flottasta afmælisterta sem ég hef tekið þátt í að gera:)!!!!

Anonymous said...

Brynja mín, ég er daglegur gestur á blogginu þínu. Blogga ekki sjálf, læt duga að tala upphátt (of oft og of mikið).
Stundum, þegar ég sé svona bleikar dömur þá fær ég kitl í eggjastokk.... - en ég hef ákveðið að bíða með bleika dekrið þar til ég verð amma. Sem verður vonandi ekki fyrr en eftir a.m.k. 10 ár.

Anonymous said...

Ó - ég er sem sagt Systa sem skrifa hér að ofan um bleiku draumórana.

brynjalilla said...

o systa manstu hvað við vorum stundum bleikar, sérstaklega þarna árið góða? þegar við fórum mjög snemma á fætur til að punta okkkur áður en við fórum í skólann *blikkblikk*

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Til hamingju með fallegu skvísuna þína ;) Bleikt er kúúúl.

Anonymous said...

Til hamingju með skvísuna - 6 ára er nú alveg heilmikið, maður er næstum fullkominn. Flott þessi bleika terta...

Anonymous said...

sorry, ég meinti næstum fullorðinn!! Auðvitað er dóttir þín fullkomin, ekkert næstum því!

Anonymous said...

Sætar skvísur bæði Dagrún og afmælisköku stelpan, er hálf fegin að börnin mín verða ekki þeirrar gæfu aðnjótandi að komast í afmæli systkinana þar sem gæti trúað að þau sættu sig ekki við brúnar klessulegar Bettý Croker afmæliskökur eftir slíka reynslu! Gerði reyndar ógisslilega flottan orm í síðasta afmæli sem var næstum eins og fyrirmyndin í Gestgjafanum, manni fer nú fram með árunum! Kv. Jóhanna