Sunday, December 16, 2007
engill að syngja?
Dagrún spurði mig í morgun hvort það væri engill að syngja, svarið var nei það var bara Carola að syngja jólalög. Carola er frekar leiðinleg en syngur eins og engill. Já það er víst ábyggilegt og nýi jóladiskurinn hennar sem tekinn var upp í Betlehem, með miðausturlenskum blæ, vermir og minnir á af hverju við höldum jól. Og eftir daginn í dag, laufabrauðsútskurð og steikingu, rauðkáls- og brúnkálsframleiðslu, þá getum við sest niður og rifjað það upp hakkandi í okkur smákökur, drekkandi maltið og appelssínið og dreymandi um væna hangikjötsflís á diskinn sinn.
Jólknús frá Brynju
Signalvägen 20, där som rumpnissarna bor
226 51 Lund
Sverige
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
sæt mynd af Dagrúnu.
Þetta minnti mig á þegar Kolfinna var eitthvað að skæla síðustu jól....
Dagrún stökk til og söng "santa lucia...santa lucia...." og skildi ekkert í því hversvegna blessað barnið hætti ekki að gráta :)
Annars vona ég að þið fáið pestarlaus jól þetta árið ;)
Kveðja
bumbumamma
sæl sæta mín, greinilega yndislegur dagur hjá ykkur, það er nauðsynlegt að fjölskyldan njóti undirbúningsins saman.
Gullfalleg mynd af Dagrúnu.
Sakna þín:)
Jólakossar frá USA
Aaeaeaeaeji saeaeaeta
Aaeaeaeaeji saeaeaeta
Post a Comment