Elskulega fólkið okkar, við erum búin að eiga dásamlega friðsæl og afslöppuð jól. Þau eru hefðbundin þó vissulega söknum við matarboða og samveru við fjölskyldu. En samt erum við búin að kúra og njóta þess að eiga tíma saman með allar hversdagsbirgðirnar samanbrotnar í skúffu. Á aðfangadag fórum við í langan göngutúr eftir jólabað og rúmfataskipti (Lilý ef þú lest þetta þá elskum við þig alltaf aðeins meira þegar við notum rúmfötin góðu). Nutum þokunnar og grámans, fórum í þrautakóng og létum öllum illum látum meðan Svíar hámuðu í sig kjötbollur, pylsur og síld. Við brugðum á leik í félagsskap skánskra trjáa sem veifuðu til okkar og glöddust þegar við kveiktum á öðru kertinu sem var með í för, milli þeirra. Það kerti var fyrir fjölskylduna, vinina og heiminn allan og bárum við þeim með vindinum ósk um gleðileg jól. Seinna kertið kveiktum við þegar nær dró heimili okkar en það var fyrir þá sem halda upp á jólin á himninum. Börnin skreyttu kertastæðið með steinum og við áttum góða stund saman. Svo náttúrlega var "kalle anka" á sínum stað. Meðan börnin gláptu á öndina í sjónvarpinu gláptum við Valur sleikjandi út um á öndina í ofninum. Klukkan sex voru herlegheitin snædd og okkur tókst trúið því eður ei að treina borðhaldið í klukkutíma og náðum því að hlusta á jólin hringd inn að íslenskum sið, þetta dásamlega augnablik sem belgir út jólagleðina og kærleikann. Börnin reyndar voru aðeins farin að iða þarna í "skinninnu" og áttu erfitt með að skilja hátíðleika foreldranna og kröfu um algera þögn. En eftir tiltekt og hlustun á messu með hálfu eyra sem aðeins skar í á köflum þegar tónað var voru pakkarnir opnaðir...allamallamá. Takk fyrir okkur þetta var dásamlegt, einkasonurinn fékk þrettán bækur og þegar búinn að lesa tvær, ég kláraði Harðskafi, fljótlesin, fyrirsjáanleg, athyglisverð og ákaflega íslensk, en ég átti góðar stundir með Arnaldi. Dagrún er hæstánægð með ponyhestahúsið sitt og bratzhestinn og Valur lá í sófanum í dag lesandi Réttarhöldin eftir Kafka í nýju strigaskónum sínum.
Vorum að enda við níðþunga hangikjetsveislu með öllu því sem hægt er að bjóða upp á. Vinirnir okkar og fjölskylda hér í Sverige, Tobba, Sveinbjörn og fylgisfiskar tóku þátt í því með okkur. Lastartréð er fullt í kvöld, skreytt með ofáti, leti, syfju og sjónvarpsglápi en það er engin sem skammast sín, því þannig á þetta einfaldlega að vera.
ps: takk fyrir öll jólakortin, við elskum það að fá jólakort, smjöttum á hverju orði og lesum kveðjurnar aftur og aftur, það nefnilega færir okkur örlítið nær ykkur öllum.
Tuesday, December 25, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
11 comments:
Gleðileg jól elskurnar gott að heyra að þið hafið átt góðan dag hér hefur líka verið mikið letilíf fyrir utan að ég fór að syngja í 2messum í Ak.kirkju og í nýrri kapellu á F.S.A.sem er mjög falleg.Á morgun er svo hefðbundið afmælisjólaboð hjá Dengu sem að þessu sinni verður heima hjá Kára Vona að ykkur líði sem best og ástarþakkir fyrir okkur Jólaknús og saknaðarkveðjur héðan úr Snægilinu þar sem við höfum reyndar fengið jólasnjó í dag.
Elsku fjölskylda.
Gleðileg jól.
Áttum yndislegt aðfangadagskvöld með mömmu, pabba og Deindlu litlu og síðan hefur ekkert verið slegið af hér í jólakúri, bókalestri, sjónvarpsglápi og öðrum jólaóskunda.
Laufabrauðsstaflinn hefur lækkað verulega og síldarsalatið rýrnar með hverri mínútu sem líður.
Söknuðum ykkar og það vantaði hér sárlega litlar hendur til að setja upp jólastjörnuna á toppinn á jólatrénu.
Sendum ykkar okkar besta og innilegasta jólaknús.
Áslaug og allir í sveitinni.
Elskulegu vinir, gleðileg jól, ástarþakkir fyrir mig, í hvert sinn sem trefillinn fallegi iljar mér munu skemmtilegar vináttuminningar ilja mér á sama tíma.Ástarþakkir fyrir mig - og englarnir hafa svarað spurningu minni á afdráttarlausan hátt, svo nú gegn ég um á bleiku skýi!!:)
Megi jólahátíðin ykkar halda áfam að vera yndisleg, full af mat og elsku. Jólakveðjur úr jólasnjónum á akureyri,
hannaberglind
Elsku Brynsí beib.
Gleðileg jól kæra vinkona. Yndislegar myndir af ykkur öllum. Þú ert alltaf jafn glæsileg og falleg. Vonast til að sjá ykkur öll í sumar ef það hittist svo vel á.
Jólaknús og þúsund kossar.
Gleðileg jól elskan sakna þín búin að hugsa mikið til ykkar. Við erum líka búin að eiga góð jól mikið kúr og knús og gleði kveðja Þórdís
Elsku Brynja og fjölskylda, gleðileg jól gott og farsælt komandi ár. Þökkum vináttuna við ykkur og gömlu góðu stundirnar. Veit að komment koma aldrei í staðinn fyrir jólakort en það verður bara svo að vera þessi jólin.
Gleðileg jól, elsku Brynja og fjölskylda. Haldið áfram að hafa það gott. Yndislegar myndir af fallegri fjölskyldu. Stórt knús frá okkur hér í Snægili 10.
elsku fjölskylda og yndislegu vinir þetta eru nú frábærar myndir og fullkomlega flott hvernig þið náið að búa til nýjar og innilegar hefðir fyrir ykkur í öðru landi, get ekki ímyndað mér annað en börnin séu ánægð í ykkar faðmi í svíalandinu. það verður þó að viðurkennast að ég sakna ykkar ógurlega og vonast til að hitta ykkur hið fyrsta. ég eyddi jólunum í 8 daga gubbu og veikindum en er risin upp sem aldrei fyrr ;) takk fyrir okkur elskum ykkur ragna og helgamagrapakkinn :)
Halló elskurnar: Hér var haldið hið árlega jólaboð í dag, og mættu 20 manns en ykkar var sárt saknað en gott var nú að engin gubbaði yfir veislugesti í sófanum. Hér komu hjónin úr Stekkjartúni, fjölsk. á Brennióli ásamt minni hefðbundnu fjölsk. sem er hér í bænum, en Húsavíkur fólk kom ekki vegna veðurs (rok og rigning og geðveik hálka) Bjarki, Híldur og börnin komu frá Köben það var mjög gaman að sjá þau, þið ættuð nú að reyna að hittast þar sem ekki er lengra á milli. Við vonum að ykkur líði sem best um áramótin og biðjum þess að nýtt ár færi ykkur gleði, hamingju og góða heilsu, 'Astarkveðjur til allra Tengdó&/coo
halló gleymdi víst að setja nafnið
Gengur nú ekki vel með nafnið
Stína stuð
Post a Comment