Tuesday, December 11, 2007
Vandað sig við líðandi stund
Við áttum yndislega helgi í ljúfu Eyrarbrú. Hittum vini og húlluðum eftir því en allt á rólegu nótunum. Böðuðum í Nora vatni, þeas Valur, við hin létum okkur nægja gufuna, nutum stillu og stjörnubjarts himins, spiluðum spil, borðuðum góðan mat, fórum í göngutúra í fallegri náttúru, fórum á jólamarkað en nutum fyrst og fremst vináttunnar sem lá í loftinu. Á leiðinni heim til Lundar þá vorum við minnt áþreifanlega á hvað allt getur snúist á augnabliki. Vorum næstum búin að velta bílnum í rigningunni og myrkrinu, keyrðum í nokkrar sekúndur á annarri hliðinni, aðeins tveim hjólum og annað framhjólið hvellsprakk. Allt fór vel og við þökkum æðri máttarvöldum og verndarenglum að hér erum við öll lítilsháttar skelkuð en fyrst og fremst full þakklætis og meðvituð um það sem skiptir mestu máli í heiminum, þ.e.a.s. hvert annað. Hversdagsleg vandamál eins og jólastress, prófkvíði og tímaskortur þurrkast út og eftir situr viljinn til að vanda sig við líðandi stund.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
8 comments:
Jesús pétur! Mikið er gott að þetta fór vel - það er allt svo fallvalt í þessu lífi. Jólaknús frá íslenskum kunningja sem kíkir oft á síðuna og biður að heilsa Tobbu og kó
Jólakveðjur frá Maríu sparíu í Reykhúsum
Gott að heyra að allt fór vel og í lagi með ykkur.
Kær kveðja frá Akureyri.
Ingibjörg
...er enn að pota hjartanu upp úr brókunum, varð svo mikið um.
viljiði bara gjöra svo vel að láta ekki svona ófögnuð gerast takk fyrir pent.
Elska ykkur og sakna.
Áslaug
Elsku vinkona!Ég fékk hroll við lesturinn. Farið vel með ykkur,
Kossar
Rósa Rut
Elsku Brynja mín.
Er allt í lagi með ykkur öll?
Þið hljótið enn að vera hálf skelkuð. Miðið er ég fegin að ekki fór verr.
Kossar og knús.
Vinsamlegast engin fleiri svona stönt! Ég eins og fleiri fékk illt í hjartað og lofa Guð að ekki fór verr.
Þessar bílferðir á myrkasta tíma vetrar eru alltaf eitthvað sem mér finnast óþægilegar. Þegar við ókum norður um síðustu helgi vorum við t.d. að aka á eftir bíl niður brekku, í hálku, þegar ökumanninum datt allt í einu í hug að vippa sér út í kant um leið og bíll kom á móti, þannig að við urðum að snögg hemla og renna áfram upp á von og óvon hvort við slyppum á milli bílanna! Þetta fór líka allt vel en hjartað missti úr slag.
Elska ykkur öll xx
ítarlegt heimilisfang takk,
Systa
sigrunv@vidistadaskoli.is
Gott að ekki fór verr mín kæra. Jæja samsinni Systu hér að ofan, þarf nauðsynlega að fá addressuna ykkar fyrir jólakortið.
Post a Comment