Tuesday, February 12, 2008

Gyðjumynd frá Uganda og orð dagsins

Veit ekki alveg hvernig ég á að túlka þá staðreynd að hafa farið í leikfimi í morgun klukkan 7:00 með stuð að eilífu klingjandi í eyrunum og sitja enn framan við tölvuna klukkan 19:40 í leikfimisfötunum. Er að hanna health campaign gegn áfengisdrykkju unglinga, alein og fyrsti skiladagur var í dag. Alein já því félagi minn sem er tannlæknir frá Palestínu hefur gufað upp, leyndardómur undanfarinna daga og ég er farin að halda að karlgreyið sé dáið eða sé villuráfandi einhversstaðar og muni ekki hvað hann heitir. En jú auðvitað er ég pínu fúl því líklegasta skýringin er að hann sé að firra sig ábyrgð. Vorkenni honum reyndar þar sem hann er að fara í upptökupróf en samt, allavega svara email, halló! Úff svo ég pústi aðeins meira þá er ég að setja mig inn í heilbrigðiskerfið og tja allsherjarkerfið yfirhöfuð í Uganda. Er að vinna að verkefni þar sem ég ásamt 3 lýðheilsufélögum mínum erum ímyndað "consulting firm" á vegum heilbrigðisráðuneytisins í Uganda, by the way fyrirtækið okkar heitir Building bridges within medical management (flott) og við erum sem sé að hanna og stýra aðferðum til að meta aðbúnað, aðgengi og notkun á heilsugæsluþjónustu í Kabarole. Jamm er enn í leikfimisfötunum og klóra mér í hausnum og kemst ekki almennilega af stað, hmmm blogga því í staðinn, góður Brynja!

Jæja nóg af sjá þessu og þið líklega flest hætt að lesa ojbara leiðinlegt. En gullmolinn er eftir, ullin,nálarnar, kvennlegheitin hafa verið virkjaðar á ný og píkublómin fá að vaxa samhliða vorlaukunum. Er að plana gyðjukvöld ásamt íslenskri vinkonu minni sem rekur jógastöð í bænum. Sjáum fyrir okkur plöntun píkublóma í fallegu jógastöðinni hennar, jógaæfingar sem beinast að því að elska líkamann sinn, upplestur, smá tölu þar sem ég ræði vestræna umskurði (fegrunarlækningar á píkum) og einnig umskurði af öðrum toga, líflegar umræður og góða kvennlega stund. Bara til að leiðrétta allan misskilning þá er þetta ekki í ætt við konunámskeiðin sem haldin voru í upphafi áttunda áratugsins og komu speglar við sögu og ég frábið allar klúrar athugasemdir því það er ekki markmiðið. En já það er gaman að þessu koma jákvæðum skilaboðum áleiðis í leiðinni. Þetta voru orð dagsins og nú er ég farin í sturtu.



Gyðjumynd frá Uganda

7 comments:

Anonymous said...

Stuð að eilífu hjá þér Brynja!
Finnst að þú eigir aðeins að gefa skít í þetta verkefni og bara fara í bað með geðveikt góðri lykt og bara slappa af.
Hlakka til konukvöldsins:)

brynjalilla said...

þú ert sæææætust

Anonymous said...

Það "heitasta" í fegrunaraðgerðum á fróni í dag er einmitt að fylla barmana og snyrta snípinn. Skil ekki íslenskar konur sem telja sig þurfa að taka það versta frá þeim vitlaustu (les. Ameríkönum). Sussum svei.
Þá vil ég frekar vera lafj og aæfæafk.

Systa

Anonymous said...

það er sem ég segi, metnaðurinn, hugmydnaflugið og sköpunargleðin :)
Vildi svo gjarnan komast á gyðjukvöldið þitt(ykkar)og njóta samvistanna við þig og fegurðinnar sem þú sér í lífinu,
kveðja frá flottri píku á Akureyri

brynjalilla said...

Heyr heyr, Systa og mundu bara þú ert svo flott eins og þú ert, elska það þegar þú kommentar. Væri nu ekki leiðinlegt að fá þig hingað á gyðjukvöld, en aldrei að vita nema ég eigi eftir að halda slík heima á fróninu, þar á ullin góða líka svo vel við...hmm í þessum skrifuðu orðum þá finnst mér þetta nú bara alveg mögnuð hugmynd, aldrei að vita nema ég slái upp gyðjukvöldi í einhverri mynd í sumar þegar ég kem í heimsókn.

Hanna þú ert náttúrlega alveg mmmmm flott!

Anonymous said...

Og ég sem hélt að lausnin við öllum mínum vandamálum væri að troða bara nógu miklu þarna í..!!!

Meina, ég verð nú að tolla í tískunni!

Og ekki vildi ég nú standa í sturtuklefanum í akureyralaug með ykkur lafandi og lufsulegum... svo er þetta skylt mér... fussssumsssveiiii...

brynjalilla said...

Ég sé að þú þarft nauðsynlega að koma á gyðjukvöld til mín Brynja Vala og láttu ekki svona lífsreyndar konur og allir þeirra kroppar í Akureyrarsundlaug sem annarstaðar segja sögur sem hægt er að vera stoltur af. Og já bara svo þú vitir að Systa er vinkona mín úr Hafnarfirðinum en ekki virðuleg frú Skrúskrú. Og eitt þú ert bara alltaf á Flórída og aldrei hjá mér samt eru alveg jafn flottar búðir hér og jafn gott veður múhahaha.