Friday, February 15, 2008

Stóra systir mín

Það er svo yndislegt að eiga stóra systur. Við töluðum svo lengi í gærkvöldi. Um allt, lífið og tilveruna en mest um bækur og nú er Undantaget á náttborðinu mínu. Það væri svo auðvelt að fara með lofgjörð til systur minnar en hún er löng og persónuleg, sumt vil ég halda fyrir mig. Allavega ég er lánsöm að eiga hana, hún er systir mín, móðir mín, lærimeistari og vinkona í einni konu, traust, fyndin, falleg og umfram allt alltaf til staðar þegar ég þarf huglægt faðmlag

3 comments:

Anonymous said...

Var það Edda mágkona þín sem var að eignast barn? Ef svo er þá fattaði ég ekki í haust á fæðingardeildinni...
Annars er ég viss um að það er gott að eiga stóra systur, eða litla systur. Ég öðlaðist það ekki, að eignast systur, ólst upp ein á meðal fjögurra bræðra. En þeir eru æðislegir, þessar elskur!

Anonymous said...

ég elska þig

Fnatur said...

Já Brynja mín, ég kannast sko við svona systur. Er svo heppin að eiga tvö stykki:)