Sunday, May 04, 2008
Vormyndir
Svona af því að ég ætlaði að vera að undirbúa mig fyrir viðtölin sem ég er að fara að taka í næstu viku datt mér í hug að setja inn nokkrar myndir. Föstudagskvöldið var fullkomið í alla staði, ljúf kvöldstund og maturinn sem var eldaður lengi og af alúð var svo góður að ég er enn að hugsa um hann. Við vorum svo full af orku á laugardeginum að við unnum í garðinum og læt ég fylgja nokkrar vormyndir af honum. Dagurinn í dag var frábær en við fórum í þjóðgarð hér aðeins norðureftir og ég mun blogga um þá ferð næst, næst þegar ég þarf að undirbúa viðtal.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
7 comments:
Hæ skvísa flottar myndir var að koma frá Akureyri átti yndislega helgi þar sem ég dansaði við Áslaugu systur þína fyrra kvöldið og Hönnu Berglindi hið seinna. Sólin skein á laugardaginn og allt bara voðalega gaman.
jiminn hvað ég væri til í að vera á pallinum ykkar !
Þessar myndir rifja aldeilis upp tímann sem við vorum hjá ykkur síðasta sumar... væri svo til í það fljótt aftur :)
Hakkavélin er blómleg það er óhætt að segja það ;)
Saknaðarkveðja úr akureyskri vorblíðu
Edda
ohhh yndislegt.
Sérstaklega blómstur og matardiskar - hvað þeir eru fallegir!!!!!
Systa
Þú ert svo mikil dúlla Brynja mín, og allt svo fallegt hjá þér og sætu fjölskyldunni þinni. Skemmtilegar og flottar myndir, og ég væri sko alveg til í að vera á pallinum þínum líka!
Kær kveðja, Ingibjörg
Fallegar vor og fjölskyldu-vinamyndir.
Fæ bara sting í hjartað af söknuði.
Ferlega eru berin og súpan annars girnó....ég verð bara svöng amminamm.
Vei! Ég hlakka til ad kremj'ykkur og kreysta :*
Vorið er yndislegt finnst þér ekki og fer ykkur vel :) Gangi þér vel með viðtölin.
Post a Comment