Monday, February 26, 2007

Búin að fá mér hafragraut

Búin að fá mér hafragraut, hversdagurinn kominn í sitt horf. Varð móð á því að hjóla þessa 500 metra sem eru í ræktina og enn móðari við að lyfta lóðum. Svallvikan tók sinn toll, breytir því samt ekki að ég og mínir eru endurnærðir og líður eins og við höfum verið í útlöndum. Myndirnar lýsa vonandi vel áhyggjulausum og góðum dögum sem við áttum í Lundi. Þarna glittir í prakkarastrik, lítilla sem stórra, vináttu sem ég þakka fyrir á hverjum degi, heimili í mótun og unaðsemdir ýmiskonar. Takk fyrir mig.



































24 comments:

Anonymous said...

Rosalega erum vid falleg, og að þið séuð þar að auki að flytja hingað er Guðsgjöf fyrir svona skrýtið hyski eins og ég og Sveinbjörn erum og þið eigið sem betur fer eftir að átta ykkur á því, og þá sitjið þið uppi með okkur, til æviloka,
"och den himmeln jag trodde fanns ska jag hitta där någonstans" með þér Brynja mín því þú ert engill, í Brynjumynd

tobba

Magnús said...

Vá! Hvar hittuð þið Jóhann Helgason?

brynjalilla said...

er komin í fráhvarf Tobba hvað á ég að gera?

Maggi Jóhann vinur minn bað kærlega að heilsa þér og lofar að vera með vel snyrt yfirvaraskegg þegar þú kemur í sumar og vonar að það verði eins á komið fyrir þér og honum!

Anonymous said...

Svakalega held að það hafi verið gaman í síðustu viku. Skeggið er flott, lofar góðu. Sjáumst í JÚNÍ !!

Anonymous said...

Þetta fer nú að verða ósköp einfalt, held ég fari bara líka að flytja til Lundar.
Elska ykkur og sakna elsku rósabörnin mín

imyndum said...

Takk fyrir skemtilega mydnaseríu. Það er augljóst að ykkur líður vel í Lundi, sem er örugglega enn betri að sumri til en að vetri
kossar
RR

Fnatur said...

Takk fyrir æðislegar myndir. Þið eruð flott og svöl og börnin yndisleg.
Þið Tobba hafið greynilega komist í gellufíling við að hittinginn og dressað ykkur upp fyrir átið. Mega skutlur þar á ferð. Þetta gera engir nema íslendingar. Elska þennan "sið" ef sið má kalla. Velkomin heim skvísa.

Anonymous said...

Algerlega sammala fnati, enda erum vid Brynja svo miklar skutlur ad horft er a eftir okkur hvert sem vid förum, hvort sem er her heima eda uti a lifinu, eda hja hjalpraedishernum, og eg held ad folk taki ekki einungis eftir utliti okkar, heldur einnig hversu asskoti skemmtilegar vid erum,og ad vid eigum heiminn, já eigum hann og eitt finnst mjer lýsa Brynju minni vel, Sveinbi spurdi Valla "hvar er Brynja" tha svaradi Valli , "hun er annad hvort ad mála sig eda skoda sófa á netinu" og giskidi nú hvort, hef aldrei kynnst konu sem er eins og ég, og thess vegna elska eg hana, eini munurinn a mér og henni er ad hún er med fallegri brjóst.
tobba tútta

brynjalilla said...

eh sko ætla að tilkynna það að yfirleitt er ég að lesa mjög mikilvægar vísindagreinar eða skoða mjög mikilvæga list á netinu, skil nú bara ekki þessa sófapælingu sko. En eg verð að viðurkenna samt að það er gaman að vera gella með Tobbu sem segir "kjöt" á svo unaðslega hátt. Prófið bara að segja það hægt og lengja sérhljóðan vel.

Anonymous said...

kjöööööööt ! Umm já hljómar vel.
Við skulum fá okkur kjööööööt í júní þegar við komum í heimsóknina :)
Nýja húsið lítur vel út :)

Sjáumst :)
Edda og Kolfinna

Anonymous said...

Er þráhyggja smitandi, er búin að skúra á hverjum degi síðan brynja fór, og er búin að flokka þvott samkvæmt óskum Valla, sem eru ekki eins og ég hélt hvítt og litað heldur hreint vs óhreint, "ekki blanda saman hreinum og óhreinum þvotti Tobba mín"
en óttast að ég sé komin með skúringarþráhyggju á´háu stigi, ps hversu oft þarf maður að skúra á dag, till þess að það teljist þráhyggja
tobba í klobba (en þetta uppnefni er ástæða þess að ég varð ekki kvensjúkdómalæknir, auk þess sem mér finnast útferðir leiðinlegar

Anonymous said...

Efnileg motta á bóndanum. Sönn fegurð. Og þið stöllur að sama skapi gerðarlegar og börnin fallega myndskreytt.

Anonymous said...

það ætti að lögleiða vetrarfrí:)
Sérstaklega hjá fólki sem kann að njóta þeirra:)

Anonymous said...

meiriháttar flott ferð hjá ykkur og þið mega sæt húsið lofar mjög góðu bíð spennt eftir að koma og borððða með ykkur ;)

brynjalilla said...

hlakka svo til að hitta ykkur öllþ

Tobbsan ég er búin að finna ráð sem dugar, reyndar bara meðan er, í fráhvörfum mínum frá þér. Retail therapy á netinu. Pantaði mér kjól áðan þennan með blómamynstrinu sem mig langaði í fyrir giftinguna ykkar Sveina, ætla að vera í honum þegar við höldum á brúðkaupsafmælin okkar, 29. júlí þetta er ekki tilviljun, merkilegt hvernig leiðir okkar liggja saman á ögurstundum.

Anonymous said...

Þetta er búið að gerast í kvöld
: kviknað í Laura Asley blúndugardínunum okkar sem kostuðuð ógeðslega mikið og ég (við) fengum í brúðkaupsgjöf frá mömmu og pabba, og svo opnaði ég skáp og úr honum helltust tvær kristalsskálar sem ég náði að grípa og svo fór sonur minn að hágráta því að hann gleymdi að setja tappann í og heita vatnið var búiið og móðir hans hló svo mikið að hún á hnjánum þurfti að ná til föður hans til að geta huggað hann og því spyr ég A) er fullt tungl og B) er fullt tungl og C) er fullt tungl eða hvað og þú fallega frú skrú skrú sem átt litla gjöf inn í geymslu hjá mér keypta af ást til þín því þú ert þú og Brynja er systir þín og ég vil fá gjöf í staðin
er fullt tungl eða er bara langamma Gyðríður ekki Guðríður heldur Gyðríður bara að reyna og þá meina ég reyna að hafa vitið fyrir okkur
tobba tútta sem er nafnið sem afi minn gaf mér

Anonymous said...

aðeins að bæta við að Sveinbi bjargaði heimili okkar og ég slökkti í sófanum með lavenderpúðanum frá Brynju og stappaði svo á parketið og skyldi ekki af hverju Sveinbirni fannst þetta svona hræðilegt því ég vissi að hann 1) myndi geta slökkt eldinn og 2) enginn eru dauður og 3) naflakuskið hans Valla myndi slökkva allan eld i þessum heimi
Tobba í Lundi

Anonymous said...

Jeeee minn elsku bestasta Tobba tútta mín í Lundi ertu búin að kaupa gjöf handa mér?
Svo faaaaallegt af þér.
Einu sinni sagði Brynja lillan okkar mér frá dálitlu um hugðarefni þín og minnug þess ætla ég nú að drífa í að leita að dálitlu sem mig langar til að gefa þér. En það er reyndar ekki hægt að slökkva eld með því.ja kannski jú á óbeinan hátt.

Við systur höfum notið þeirra forréttinda að eiga frábærar ömmur sem núna eiga heima hjá guði, ég held að þær séu búnar að hitta langömmuna þína hana Gyðríði og saman séu þær að passa okkur en jafnframt að skemmta sér alveg konunglega við að stríða okkur á köflum bara svona til að gefa lífinu lit og vera með.
Annars hljómar lýsingin á deginum þínum eins og á góðum degi hjá mér. Þú átt allan minn skilning.
Þú ert greinilega kona sem passar vel við okkur systur sem t.d. höfum beðið eftir hvor annari í hálftíma við sitthvorn innganginn á Glerártorgi, samtímis.
Love you girls.
Ps. er loksins fyrst núna búin að róast og er hætt að skúra hjá mér gólfin eftir jólafrí Brynju lillu og veistu Brynja er líka með flottari brjóst en ég hinsvegar er ég miklu hærri og grennri en hún, svo há og grönn.
En mikið var það gott að elsku trallinn okkar skildi eftir naflakuskið sitt hjá þér.
stubbaknús handa ykkur öllum

Anonymous said...

Meira ps. eigum við að hittast kl. 5 við inngangin á Glerártorgi?

brynjalilla said...

mig langar á Glerátorg eða kannski strikið í Köben og við værum að fara saman í lisbeth dahl, ó mæ. Elska ykkur og er að fara í ræktina, svoooo dugleg, geri allt fyrir blómakjólinn og ykkur ef út í það er farið.

Anonymous said...

Eigum við ekki að segja frekar hálf fimm, svo við náum að skoða glossin hjá Maríu í fyrrverandi Amaro (er hún ekki annars til ennþá) svona sexy gloss sem gera varirnar okkar ennþá girnilegri.
var að borða hrökkbrauð með makril i tómatsósu, ekki af því að mig langaði í það heldur af því að ekkert annað var til
knúsiponskveðjur frá tobbu í lundi

Anonymous said...

Vid skötuhjuin forum i bio og saum mynd sem eg vil endilega maela med: Little Miss Sunshine. *(ekki Little Sweet Murmaid eins og eg sagdi vid barnapiuna.

maeli med henni

tobba og co

brynjalilla said...

Hef einmitt lesið góða dóma um þessa mynd, hlakka til að sjá hana og svo ætla ég að sjá Borat með ykkur, ok

Anonymous said...

Ætla einnig að sjá Little Miss Sunshine og á meðan ég horfti ætla ég að hafa á vörunum sjúklega flotta lip inflation glossið sem við keyptum á Glerártorgi eða bíddu var það á strikinu?