Friday, March 02, 2007

Herra mars

Dásamlegt, Herra Mars horfir á mig á hverjum degi og ég á hann. Í morgun var snjórinn tekinn að bráðna og fuglasöngurinn fyllti loftið með fyrirheit um kærleika og frygð. Vorið er sem sé farið að boða komu sína og það er gleðiefni. Uppáhaldsdagurinn minn í dag, föstudagur með sínum föstu siðum, pizzu, ís, kertsljósum og hugsanlega rauðvínsdreitli, ó mæ svo sænskt eitthvað og rútínerað en við fílum það. Annaðkvöld erum við svo boðin í pólskan kvöldverð. Ég er skrópari í dag, nennti ekki til Stokkhólms að skoða list og ég nennti ekki að gefa henni séns, veit að ég á eftir að njóta mín í listinni í London...en þangað fer ég 12. mars, hlakka til að fara á söfn, gallerý og hvíla lúin bein á góðum pöbbum.

í Gærkvöldi heyrði ég að strákurinn minn var að snökta, fór inn til hans og þá var hann svona voðalega leiður yfir því að baðkarið okkar í Lundi er á fótum. Honum finnst þetta skelfilega ljótt og ef það er eitthvað sem hann vill fá að ráða þá er það að það sé ekki baðkar með fótum. Mikil dramatík sem fylgdi þessari pælingu, mér finnst hún fyndin þó ég reyndi að sína samúð mína og útskýra að vandamálin gætu nú verið flóknari en þetta. Það er búið að kaupa baðkarið og hananú.

Ég óska ykkur öllum góðrar helgar og vors eins og kollegi minn hann Jónas!
knúsíkrús
Brynja







24 comments:

Anonymous said...

Herra Mars frekar flottur !
Skil HB vel.....reyndar út frá skúringalegu sjónarmiði....en það er nú líklega ekki það sem hann er að hugsa um....en ég skil hann samt :)

Knús í krús
Edda

brynjalilla said...

"piff" þú verður þá bara að nota sturtuna þegar þú kemur í heimsókn, hahha, en hinsvegar er einmitt frá skúringalegu sjónarmiði betra að vera með fætur, hér eru böð yfirleitt ekki steypt í vegg eins og heima heldur ljótur losanlegur plastveggur framan á þeim... og hananú

Anonymous said...

Fann flotta heimasidu fyrir Brynju og co
www.katrines.com
bara ad byrja ad beställa
tobba

Anonymous said...

Ég er líka mjög glöð að herra mars er komin í heimsókn þar sem hann er bjartari gestur en bræður hans jansi og febbi. Held að baðkar á fótum verði mjög Brynjuleg mubla á baðinu og gott meðan lífið íþyngir HB ekki með alvarlegri áhyggjum en fagurfræðilegum, man samt þegar ég gat ekki á heilli mér tekið í viku eftir að hafa misreiknað einn gardínukappa um nokkra cm! Stingur enn pinulítið í hjarta mitt og augu.

imyndum said...

Hvaða list er þetta sem er svo óspennandi að maður gefur henni ekki einusinni séns?

brynjalilla said...

eh hemm, þessi yfirdrullun á listina var meira töluð út frá leti en hardcore skoðun,var að réttlæta skrópið og reyna að vera ekki svekkt yfir sjálfri mér, dreg þessi orð til baka þar sem mér finnst ég vera að missa af töluverðu þar á meðal ljósmyndasýningu Sally Mann og athyglisveðri sýningu með listamanninum William Kentridge, prófaðu að googla nöfnin og haka við myndir þá sérðu hverju ég er að missa af búhúhú. Stefni samt á það fara bráðum í helgarferð til Stokkhólms þannig að þá ætla ég að bæta mér þetta upp, sjúkket.

Anonymous said...

Baðker á fótum er eitt það flottasta sem ég veit. Lengi dreymt um svoleiðis. Sé fyrir mér dýrslegar ljónsfætur,logandi kertaljós, nautnafullt freyðibað, ilmandi olíur,ljúfa tónlist og gullnar guðaveigar í handskornu glasi.
Kærar kveðjur til uppáhaldsdrengsins míns, ég elska þig, lífið í Lundi verður ljúft því þar áttu góða vini og þá hverfa fæturnir á baðkerinu í skuggann.
kossar og knús.

Anonymous said...

oj ljótur losaralegur plastveggur..... þá vil ég nú frekar ljónslappirnar !

svo ertu líka svo flink að skúra ;)

brynjalilla said...

hhaha ok þá máttu fara í bað hjá mér, ég skal gefa þér breeser með og góða baðkúlu...er búið að panta far?

Anonymous said...

hei Edda eigum við að fara saman í bað hjá Brynju?

Anonymous said...

frú skrú skúr
Ekkert þætti mér yndislegra en að fara með þér í ljóns-lappabaðið hennar Brynju. Yndislegt þar sem ljónslappirnar standa á nýskúruðu og gljáandi baðgólfinu og kaldur Breezerinn klikkar jú aldrei !
En baðkúlurnar...hvernig eigum við að hafa þær...slakandi...örvandi....?

Anonymous said...

hehe frú skrú SKÚR
í boði Brynju ;)

brynjalilla said...

Ah tobba við þurfum nú að skoða þetta saman og elsku Jóhanna mikið skil ég þig vel, smáatriðin skipta svo miklu máli. Svo ætla ég bara að láta ykkur vita að ég ætla að koma með í bað með örvandi baðkúlurnar mínar og kampavín í glasi.

Fnatur said...

Þið eruð allar svo miklir kynvillingar. Saman í ljónabað, kertaljós og ilmkerti. Ég er orðin svo mikil tepra á því að búa í US að síðast þegar ég fór í gufubað á Íslandi æddi kona nakin inn, stoppaði og starði á mig og spurði "bíddu er þetta ekki kynjaskipt gufa?" "Jú jú" sagði ég hin rólegasta. "Af hverju ertu þá svona kappklædd?"
Ég var sem sagt í bikini með handlæði utan um mig og það fannst henni berulínu vera kappklædd.
Annars fannst mér mjög krúttlegt að lesa hvað Hörður Breki hafði miklar áhyggjur af "fóta"baðinu.
Jæja mín kæra. Til hamingju með mars......ég finn að það er vor í lofti.

Anonymous said...

Elsku bestasta systir
Var að leita mér að fari á netinu, farðu að láta að renna í baðið og kveikja á kertunum eða eigum við að bíða þangað til að þú ert flutt til Lundar þannig að við allar Brynja lilla, Tobba tútta og Edda getum bara farið allar saman í bað, kem með kampavínið.
Ps. ehehh Brynja hvað er baðkerið þitt stórt þú manst hvað ég er hávaxin.

brynjalilla said...

hahaha Fanney þú þarft að koma með mér í rússneskt bað og ég skal lækna þig af öllum tepruskap, við skulum berja hvor aðra með hrísgreinum og athuga hvor getur verið lengur í gufubaðinu áður en hún brennir sig á geirvörtunum.

Elsku stóra systir, ég er með lausn á þessu, við fáum okkur bara góða busllaug og böðum okkur allar saman berulínurnar út í garði, bannað að vera í fötum en þá bara því meira freyðibað svona til að svíarnir missi ekki andann yfir íslensku valkyrjunum, rosalega hlakka ég til! Þarf náttúrlega ekki að nefna að sjálfssögðu verðum við með logandi kerti út um allt og allavega kassa af kampavíni og svo blásum við bleikar sápukúlur á hvor aðra, ahhh dæs og notalegt.

brynjalilla said...

hahaha Fanney þú þarft að koma með mér í rússneskt bað og ég skal lækna þig af öllum tepruskap, við skulum berja hvor aðra með hrísgreinum og athuga hvor getur verið lengur í gufubaðinu áður en hún brennir sig á geirvörtunum.

Elsku stóra systir, ég er með lausn á þessu, við fáum okkur bara góða busllaug og böðum okkur allar saman berulínurnar út í garði, bannað að vera í fötum en þá bara því meira freyðibað svona til að svíarnir missi ekki andann yfir íslensku valkyrjunum, rosalega hlakka ég til! Þarf náttúrlega ekki að nefna að sjálfssögðu verðum við með logandi kerti út um allt og allavega kassa af kampavíni og svo blásum við bleikar sápukúlur á hvor aðra, ahhh dæs og notalegt.

Anonymous said...

Hæ Brynja, hvað ertu að fara að stússast í London?
Ásta

brynjalilla said...

Hæ ásta, ég er að fara í skólaferðalag og skoða list í London, vonandi kemst ég nú eitthvað í búðir líka hehe, langar að skoða hluti sem gætu skreytt mig og heimili mitt. Ég væri nú alveg til í að hitta þig Ásta, snæða með þér(eitthvað ógisslega hollt því ég þarf að komast i ákveðin blómakjól eftir mánuð) og fá leiðsögn um góðar búðir eða markaði!

Anonymous said...

Hæ aftur, er til í að hitta þig of borða Sushi ef þú mátt vera að.
Kær kveðja,
Ásta

brynjalilla said...

Frábært, sushi er uppáhaldið mitt!

Anonymous said...

Hæ, vil bara gryta í þig kv.Það er alltaf hægt að setja seríu ljós eða e-h svona smekklegt undir baðið.

Anonymous said...

sería undir baðið...já mér líst vel á það :)
Við erum svo miklu fallegri í mjúkri birtunni....og þá þurfa þær sem ekki eru hávaxnar að hafa eins mikla minnimáttarkennd gagnvart okkur ...hinum hávöxnu.....

brynjalilla said...

Tryntla eg treysti ad thú komir og sjair um seríuna, enda rafvirkinn í fjölskyldunni, thad tharf ad fara varlega thegar rafmagni og vatn fer saman...las thad í bladi. Svo finnst mer thid allar fallegar, óhád haed!