Monday, March 26, 2007

rauðeygð, rauðnefjuð með munnangur.

Hóst, hnerr, ræsk. Á þessu heimili nefnist ég froskakonan þar sem ég gef frá mér skrýtin hljóð til þess ætluð að klóra mér í hálsinum. Er viðþolslaus, langar mest að taka klósettburstann, troða honum niður í hálsinn og skrúbba hann duglega. Vorkenni mér voðalega, leiðinlegt að vera lasin, hef ekki verið svona alvöru lasin lengi, karlarnir mínir eru líka lasnir þannig þetta er ekki nokkurt ástand. Stelpulillan mín fór í leikskólann í dag enda búin að taka út sitt en hún fór ekkert í leikskólann í síðustu viku vegna sömu veikinda sem hrjá okkur núna. Vona bara að við náum okkur í tíma fyrir ferðalögin framundan, lán í óláni að vera með þetta núna en vonandi ekki í næstu viku. Hmmm, nú ætla ég að fá mér sítrónute, reyna að hætta að vorkenna mér og vonast eftir huglægum klöppum á öxlina.

8 comments:

Anonymous said...

klapp klapp á öxl.....og knús í hálsakot líka :)

Kolfinna hún hinsvegar bara nagar á þér hökuna ;)

Kveðja
Edda og Kolfinna

Anonymous said...

Samúðarkveðjur frá mér sem líður svooooooooo vel í dag því ég er ekki lengur timbruð eftir saumaklúbbsdjammið á laugardaginn.

Anonymous said...

ææi sendi ykkur mitt besta klapp á öxl.

Fnatur said...

Ohhh ég veit sko nákvæmlega hvaða hálskláða þú ert að tala um. Fæ oft þannig þegar ég er veik af hálsbólgu og nota þá froskahljóðið líka. Vona að ykkur fari nú öllum að líða betur. Maður verður frekar grumpy að eyða tímanum í svona vitleysu.

Anonymous said...

Oh hvað ég kannast við þetta froskahljóð, en Már minn rekur alltaf upp stór augu þegar ég byrja :-) Klappi klappi klapp, láttu þér (og ykkur) batna svo að Egyptalandsferðin verði nú eins góð, þægileg og skemmtilegt eins og hægt er.

Kær kveðja og knús, Ingibjörg

Guðbjörg Harpa said...

vorkenni vorkenni vorkenni.
Elsku Brynja mín vona að þú náir þér fljótt og vel uppúr þessari pest.
Ekki máttu nú vera veik í ferðalaginu stelpa.
Allt í einu datt mér í hug djammið okkar um verslunarmannahelgina forðum daga. Ég þú Hanna og hún frábæra systir þín :) Djamm með kántrýstíl. Æji það var svooo gaman. Dans dans og drekka

knús frá hinu útlandinu

brynjalilla said...

takk dúllurnar mínar fyrir að hugga mig, ég er enn rúmföst íklædd lopapeysu og lopasokkum með svíðandi og hryglandi andardrátt en þetta hlýtur að fara að koma...

Anonymous said...

Æi Brynslan mín láttu þér nú batna, kossar og knús..... Hlakka til að sjá þig í bljómakjólnum við gott tækifæri!