Hér á þessu heimili er helginni þjófstartað, frí á morgun vegna þess að skólar barnanna eru lokaðir og Valli á stuttan dag í vinnunni. Ég eldaði unaðslegan og sumarlegan mat, Lilý okkar er aftur mætt á svæðið, hefði viljað hafa ykkur líka með til að njóta hans þ.e.a.s. matarins, hér fáið þið huglægan kvöldverð í boði okkar, varsågoda:
700 gr risarækjur (frosnar, hráar með hölum)
1 msk olífuolía
1 msk sesamolía
hálfur púrrulaukur
1/4 kínakálshaus
vænn saxaður hvítlaukur,
vænn saxaður rauður chilipipar
vænn rifinn biti engifer
1/4 dós niðursoðið mangó í syrup light og safinn
3 snúningar salt
1-2 snúningar pipar
Eitt knippi kóriander
Steikið hvítlauk, chili og engifer í olífuolíunni við lágan hita þar til mýkist og lyktin verður unaðsleg, passið að brúna ekki!
Bætið strimluðu kínakálinu og púrrulauknum útí og mýkið vel,
skellið rækjunum útí og sesamolíunni og leyfið þeim að löðrast í grænmetinu og olíunni í smá stund,
skellið niðurskornu mangóinu útí, saltið eftir vild og hellið því magni af safa sem þið kjósið,
setið lokið á wokpönnuna og leyfið þessu að hitast vel en passið ykkur að ofelda ekki rækjurnar, klippið kóríanderið yfir og voilá þetta er tilbúið!
Gott eitt og sér með hvítvíni og brauði og smjöri, brauðið er fínt til að sleikja upp sósuna!
Hreinn unaður og ekki er verra að ég fékk blómakjóllinn minn í dag frá USA!
Brynjuknús til ykkar og lofið mér því að tékka á þessum unaðslega og einfalda rétti!
Thursday, March 22, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
9 comments:
vá mmmmmm...
verð að smakka þennan snilldarrétt þegar vel liggur á mér og ég með matgæðinga við matarborðið hjá mér
Verði ykkur að góðu
væri snilld að fá mynd af þessum rétti, sé það fyrir mér hversu fallegur hann er!!!
mmmmmmm...
væri alveg til í þetta í júní ;)
Kveðja
Edda
Takk fyrir spjallið í kvöld elsku sætasta svíastelpa. Hlakka svo til að hitta ykkur í Kaíróóóó
Ég verð að prófa þennan riðrækjurétt, treysti þér með að hann sé gjégggjaður.
Lúv, Ingvelds.
ja er nú ekki vön að ríða rækjum en mikið hljómar þetta spennandi systir. Á eftir að leggja í svona dónadæmi við tækifæri.
love you babe.
p.s.Til hamingju með nýja blómakjólinn
Blessuð, ég er svaka spent að prófa þennan rétt, alger sumarsveifla. Mig vantar bara að vita hvort rækjurnar sem þú notar eru hráar eða eldaðar og ef þær eru eldaðar hvort þú setjir þær pillaðar eða ópillaðar á pönnuna?
kossar, Rósa
Er enn að hugsa um hvað maturinn var góður í gær, lagaði uppskriftina aðeins svo hún yrði skiljanlegri. Föstudagsknús!
Amminamm. Þessi rækju réttur er mjög góður. Held ég hafir eldað hann fyrir viku síðan. Mæli með að þið pufið.
Í kvöld verða heilsu pizzur á mínu heimili.
Keypti heilhveiti pítubrauð sem að ég ætla að skera allan hringinn og nota sem mini pizzubotna. Nota síðan pizzusósu, mikið af skinku, lauk, papriku, basil, oregano og low fat mozzarella ost á toppinn. Mikið hlakka ég til að fá mér kvöldmat.
Góða helgi Brynsí beib og allir hinir.
Fyndið, borðuðum einmitt risarækjur með haus og sporði í gær og fengum okkur mjúkt vel þroskað mangó í eftirrétt.
Tsssakk fyrir mig. Rétturinn gæti heitið Hreinn Unaður Hringson! Ég er ekki frá því. Svo ertu ógó sæt Brynja, líka þegar þú ert lasin.. það eru ekki allir ;) ..Valli og Dagrún náðu því reyndar líka, enda öll á sama eplatrénu!
Post a Comment