Tuesday, March 20, 2007

Bólusetning og handkuldi

Jæja nú styttist í ferðalagið okkar til Egyptalands, draumar næturinnar eru farnir að snúast um væntanlega endurfundi, múmíur og sumarkjóla. Búin að fara með silkikjólinn og jakkafötin í hreinsun og börnin fengu að bólusetja okkur foreldranna. Ég reyndar gugnaði á aðstoð frumburðarins, varð eitthvað svo undarlega máttlaus, handköld og fékk suð fyrir eyrun þannig að minn heitelskaði greip inn í og gerði þetta sköruglega. Dagrún fékk hinsvegar að sprauta pabba sinn í rólegheitunum, það gekk vel og hún sýndi góða takta.


11 comments:

imyndum said...

;) hlakka svo til að hitta ykkur elsku vinir

brynjalilla said...

Sömuleiðis elskan mín!

Fnatur said...

Ohhh hvað þið hjónin eruð með stælta handleggi...úlala. Var þetta svona "notaleg fjölskyldustund" hehe.
Mér sýnist Hörður Breki vera einum of glaður og kátur við þessa athöfn....ég hefði líka gugnað.
Dagrún er eins og voða fínn prinsessu læknir ;)
Já það er heldur betur farið að styttast í ferðalagið ykkar.
Er kjólinn ekkert farinn að láta sjá sig?

Anonymous said...

mjer var nu kennt ad thad aetti ad bolusetja med grofri nal i rassinn, hefur thad eitthvad breyst?

kannski hefdi thurft ad svaefa prinsessuna Brynju fyrir stunguna,
ps sagdi Dagrún "nú kemur stunga"?

löv tobba, sem er buin ad gera brynjulegt a thridjudegi, thvo kertastjaka, pussa silfur, skura, og kveikja a kertum, vantar bara eitt stykkki Brynju og eitt stykki valla tralla
löv tobba

Lilý said...

Hvílíkir dugnaðarforkar sem þið eigið! Ekki hefði ég getað þetta fimm ára gömul.. spurning hvort ég gæti það tjuttugogeins, ég er hreint ekki viss.

Það er svo stutt í páskana að þeir erum næstum á morgun. Maður finnur líka fyrir því í mallanum. Fiðringurinn er svo mikill að halda mætti að páskaungi hafi prílað þangað niður og sé nú að í stöðugum flugæfingum sem enda oftar en ekki á kollhnísum og hlátursköstum. Já.. það er líka vorlykt í lofti. Mmmmh en yndislegt! Séðig á fimmtudaginn sötnos. Kram

Anonymous said...

Jahá eins gott að byrja snemma að leggja línurnar fyrir framtíðarstörf barnanna..hehe
Dagrún hefur greinilega tekið þetta verkefni mjög alvarlega, Herði Breka finnst þetta hinsvegar alveg brjálæðislega fyndið verkefni. SKil það vel.
Lýsing þín Brynja á líðan þinni rifjaði upp skemmtilega sögu af þér. En sú saga tengist Tradolan og hvítvíni....
Hlökkum til að fá krakkana til Íslands :)
Kveðja
Edda

hannaberglind said...

vá sénsinn að ég hefði þorað þetta, bæði Valli og krakkarnir eru algjörar hetjur:)
en skemmtilegt að leyfa þeim að gera þetta

Anonymous said...

Sniðugt hjá ykkur að leyfa krökkunum að prófa þetta. Mamma mín er hjúkka og sagði að maður ætti að æfa sig fyrst á appelsínu áður en maður stingi í húð, þetta kenndi hún hjúkkunemunum í den á Akureyri. Ég hef ekki ennþá prófað að stinga í appelsínu.
Kær kveðja Ásta.
PS: Eins og Bretinn segir "It was absoulutely lovely to meet you!!

Magnús said...

Mmm... sprautur.

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Vá hvað þetta er sniðugt ;)
Börnin ykkar eru því líklega algjörlega laus við sprautufóbíu. Björk kvíðir dálítið fyrir sprautum og síðast æfði hún sig fyrir sprautusársaukann með því að stinga sig með blýpenna nokkrum sinnum!!! Þá var hún alveg tilbúin tilfinningalega þegar hún mætti á svæðið.

Anonymous said...

Já GLÆTAN...
Nei ég hefði sko líka gugnað :)
Vá öfunda ykkur af ferðalaginu, það verður pottþétt alveg geggjað.
Takk fyrir kommentin Brynja mín. Nú er ég alveg að verða kyssuleg aftur :)

kveðja og knús

Guðbjörg Harpa