Wednesday, March 28, 2007

niðurpökkunarkrísa

úffpúff, það er erfitt að raða niður í tösku svo skynsamlegt sé þegar framundan er vikuferð til Egyptalands, kjólar, pils, háhælaðir skór er auðvitað það sem fyrst fer sjálfviljugt ofan í, langerma bolir, síðbuxur og strigaskór streitast við, segjast ekki vilja ferðast með þessum pjattrófum...veit ekki alveg hvernig ég á að sannfæra þau um að notagildi þeirra sé ótvírætt. Annars er heilsan á uppleið, búin að myndskreyta eitt krummaljóð og stefni á að mæta í skólann á morgun. En núna ætla ég að fara að raka á mér lappirnar og hefja brúnkukremsmeðferð á morgun....já það er mikið á sig lagt til að ná af sér vetrarblámanum.

Góða nótt ljúfurnar mínar.

5 comments:

Anonymous said...

vinalegur er vetrarbláminn......

Lilý said...

Hey Brynz.. takk fyrir síðast, unaðsstundir sem ávallt. En mér tókst sem ávallt að gleyma einhverju og í þetta sinn var það bókin mín sociologiska perspektiv.. þarf að ná á þér áður en þið leggið í hann á morgun!

Þín ávallt..

brynjalilla said...

tek hana með í bakpokann minn í fyrramálið, verð á Java kl. 12 á morgun, ætla að borða með Evu og Valdísi, slæstu ekki bara í hópinn?

brynjalilla said...

tek hana með í bakpokann minn í fyrramálið, verð á Java kl. 12 á morgun, ætla að borða með Evu og Valdísi, slæstu ekki bara í hópinn?

Anonymous said...

Ekki byrjðu að pakka ennþá en fer í það í kvöld hef svona verið að skoða fataskápin og ákveða hvað á að fara með og hvað ekki. Vantar enn bikiní og finn ekki stuttbuxurnar mínar hmmm

kv Þórdís