Tuesday, May 29, 2007

svipmynd

Ég sit í stofusófanum hennar Tobbu, Valli er ad glamra á gítarinn hans Sveinbjarnar mér vid hlid og krakkarnir eru úti ad hoppa á trampolíninu, berfaett og ber ad ofan. Thad er gód matarlykt í loftinu enda er Tobba ad gera Carbonara og steikja hamborgara. Okkur er heitt, 25 stiga hiti en sem betur fer gola. Á hvítu pappírssnifsi liggur samankroppid flóarlík sem bídur frekari greiningar, hugsanlega er sökudólgur útbrota og kláda fundin. Garnirnar í mér gaula í takt vid "gítartónlistana" og ég kalla er langt í matinn? Valur spilar "Mary had a little lamb" og heldur thví fram ad hann hafi verid ad semja thetta lag. Ég aetla ad horfa a Desperate housewifes í kvöld og njóta einfaldrar tilveru allavega thann klukkutímann.

Monday, May 28, 2007

Helgin og hennar fylgifiskar

Grasið er komið og við vökvum í gríð og erg og garðurinn okkar er smám saman að taka á sig mynd. Í dag ætla ég að gróðursetja hindberja- og jarðaberjaplöntur (takk aftur Rósa og Andri). Vikan var ljúf að mestu fyrir utan streptókokka sem bönkuðu upp á hjá stelpunni, þeir eru farnir með skottið milli lappanna. Ég notaði matarlím í fyrsta sinn á ævinni og tókst vel upp og gerði þetta fallega kampavínshlaup sem var m.a. í boði í innflutningspartýinu. Það var mjög vel heppnað alltså partýið, góð og mjúk stemming. Borðað og spjallað langt fram á nótt úti sem inni í blíðunni m.a. um positive psychology og konur sem hlaupa með úlfum. Gott fólk var hér og heiðursgestirnar komu alla leið frá Gautaborg og koma vonandi sem oftast. En það er víst ábyggilegt að vináttuböndin styrkjast við Letta, Svía og Íslendinga sem búa hérna í nágrenni okkar. Tobban mín gaf mér fallegasta blómavönd í heimi, angandi píónur og rósir og gerði fylltu tómatana sína sem bragðast svo vel. Helgin var svo letileg og notaleg, brunch á laugardeginum, barnafmæli og vídeó um kvöldið, sáum myndina Dumplings frá Kóreu, góð en óhugnaleg mynd um hégóma og sem frekari meðmæli sofnaði ég ekki! En nú eru það húsmóðursverkin sem kalla, ætla að búa til mikið af hamborgurum í dag og vinna í garðinum, þetta er náttúrlega bara lúxus.






Monday, May 21, 2007

Allt í steik...jandi

Hér er allt í steik...jandi hita, mælirinn komin upp í 25 gráður og ég er búin að þurrka 2 umganga af sængurfötum á 10 mínútum úti á verönd. Hér er allt að renna inn í ljúfan hversdagsleikann sem lýsir sér m.a. í að ég ætla á stúfana í dag og finna mér nýja líkamsræktarstöð en öll slík rækt hefur legið niðri síðustu vikur vegna annríkis í hreiðurgerð. Mér finnst yndislegt að vera heimavinnandi allavega ennþá og horfi gráðugum augum á moldarflötina mína og vil fá gras til að slá og til að hlaupa á í gegnum úðarann. Núna ætla ég að reyna átta mig á hvernig ég slekk á hitanum í húsinu því eins og gefur að skilja þarf enga upphitun í dag úffpúff svo ætla ég í grænan sumarkjól og fara í blómalandið og kaupa mér sumarblóm.

Friday, May 18, 2007

brók á hausnum

þetta fer vel af stað, vorum að enda við að éta grillmáltíð með Toby van kanóbí og kó og mömmu og tengdapabba. En hér koma myndir úr fyrsta matarboðinu.










Thursday, May 17, 2007

46131123

elskurnar minar, nu erum vid komin med msn og allt samskiptakerfid er komid i godan gir. Nýi siminn okkar er (landsnumer:0046)46131123, matarbodid tokst mjög vel, set fljotlega inn myndir. Ps: er buin ad skura og thad gekk svona ljomandi vel.

Monday, May 14, 2007

vinnugleði og þrýstin læri.

þetta gengur svona ljómandi vel, við höfum ekki unnt okkur hvíldar og það eru komnar upp gardínur í þá glugga þar sem þeirra er þörf, bæti við að ég er þó ekki farin að skúra gólfin. Mamma og tengdapabbi eru komin með uppbrettar ermar og lokaspretturinn í heimilisgerð hefst í dag með góðum skammti af vinnugleði kryddaðri með íslenskum gourmetmat sem slæddist með þeim, humar, læri, harðfiskur og heimagerðar fiskibollur. Við mamma erum svo að fara í dag ásamt Tobbu og Hlíf í sveitaverslun þar sem antíkmunir og nýmunur erum seldir. Held að það sé eitthvað fyrir konur eins og okkur sem hafa unun af fallegu dóti, retail therapy virkar alltaf vel á mig hvort sem ég þarf á henni að halda eða ekki. En nú er ég að fara að fylgja stráksa í rútuna, bless í bili elskurnar mínar.

Thursday, May 10, 2007

dúllurassabossalingurinn.

...og Lundur tekur á móti okkur med rigningu en sem betur fer glittir ödru hvoru í sól sem glottir og bídur tholinmód ad komi ad sér. Vid erum búin ad vera svoooo dugleg. Heimilid okkar er farid ad taka á sig mynd sem lofar gódu, hlýlegt, bjart og thaegilegt. Tobban okkar er búin ad elda ofan í okkur og taka til hendinni sem er létt enda svífur hún á theirri gledi sem fylgir thví ad eignast bródurson, til lukku öll med hvort annad. Hördur Breki fór í skólann sinn í dag og er afar ánaegdur med hann og strax farin ad segja ad thar sé margt betra en í gamla skólanum. Hann aetlar aleinn á morgun med skólarútunni og vid eigum nú ekkert ad vera ad thvaelast med. Mikid er ég stolt af honum. Skólinn er lítill, 42 nemendur og 4 bekkir. Thad brakar í gólfunum og heimilisleg tilfinning ríkjandi. Mikil tengsl vid náttúruna og sterk áhersla lögd á uppgötvunarnám og ábyrgdarkennd. Ef ég hefdi ekki vitad betur hefdi ég haldid ad Astrid Lindgren hefdi stofnad skólann. En vid vonum bara ad hlutirnir haldi áfram ad ganga vel, nú er thad pizza, nammi og flögur í tilefni ad vinur okkar hann Eiríkur er ad stíga á stokk í kvöld, áfram Eiki, gangi thér vel elsku dúllurassabossalingurinn.

ps: Var ad fá stadfestingu á ad ég er komin inn í lýdheilsufraedin í Lundarháskóla. Verd ad baeta vid ad thad voru 500 umsóknir og 20 sem komust inn, ég er mjög stolt og ánaegd ad vera ein af thessum 20.

Tuesday, May 08, 2007

og enn erum við að flytja

Flutningabíllinn er kominn og við erum að henda síðasta draslinu í kassa, þessu leiðinlega sem safnast upp. Vinir okkar eru að hjálpa okkur þessar elskur og þetta er bara hreinlega allt að smella saman. Og Lilý gaf okkur fallegustu rúmföt í heimi sem hún sjálf saumaði og strauaði, hugsa sér, ætlum að sofa með þau fyrstu næturnar í nýja húsinu. Hej då Örebro och tack för allt!


...og svo er það næsti kafli í Lundi.

Monday, May 07, 2007

We will be back

úffpúff, habbahabba, huhhuh og fleira álíka hnoð. Emdaspretturinn er hafinn og heimilið okkar er ekki lengur til hér í Erik Rosenbergsväg 7. Húsgögn í öreindum, milljón svartir útbólgnir ruslapokar, trilljón brúnir pappakassar, rykrottur og drasl er uppistaðan ásamt slatta af óhreinum þvotti hér og þar. Hilfe! Hér þarf að taka til hendinni í dag. Getum sjálfum okkur um kennt að vera ekki búin að pakka eins og flestir almennilegir Svíar væru búnir að gera, allavega er búið að vera að spyrja okkur í 2 vikur hvort við séum ekki örugglega búin að öllu...hahahhaaha. En við vorum í Paradís á föstudagskvöldið, sko fyrir utan helv. surströmmingen, þvílíkt viðbjóðisógeðissull, lyktar eins og ekkert sem þið hafið áður fundið og mér datt ekki í hug að smakka á þessum kæsta viðbjóði þrátt fyrir að hafa verið alin upp á hákarli, selspiki, hval og hrútspungum, kann því miður ekki að skrifa hljóðin sem passa við úldna síld, en þau eru samsett af úblástri og grettum. EN allt hitt sem var borið á borð var unaður og drykkjarveigar af mismunandi tagi. Án þess að fara út í það í smáatriðum þá hef ég aldrei áður séð Svía drekka tekíla. En garðhús við Hjälmaren, 20 stiga hiti, risastór tunna sem þjónaði tilgangi heits potts, skríkjandi börn sem nýttu hann vel, nú og við Valli auðvitað. Valli stakk sér í Hjälmaren...ekki ég og hann át líka úldna síld. Stjörnubjartur himinn og hlátrasköll. Næstum því of gaman og fallegt þar sem við erum að kveðja hana Örebrú og svona kvöld gera það auðvitað erfiðara. Laugardagurinn var síðan undirlagður undirbúningi fyrir strákapartý, kaupa litlar gjafir, fela þær innan um draslið, gera pizzu með pepperoni, leigja vídeó, kaupa nammi og ís. Mikið stuð þegar leið að kveldi. það var ekkert betra fannst þessum litlu 8 ára gaurum en að éta pizzu bragðbætta með nammi, mikil karlmennska í gangi. Hér ríkti gleði og glaumur og fjórir gaurar gistu og bara einn gugnaði sem var keyrður heim til sín korter í ellefu, litla skinnið, með lítið hjarta en mikið hjartapláss. Æi já Hörður Breki minn var frekar leiður í gær. Það er erfitt skref að kveðja vini sína einu sinni enn en við vitum öll að hann eignast nýja og á nú þegar nokkra á nýja staðnum...já og eitt að lokum, okkur var gefin klifurrós í garðinn okkar, foreldrar besta vinar Harðar Breka voru svo indæl og ekki er laust við að eitt eða tvö tár hafi læðst niður kinnina mína. Æi já auðvitað er maður leiður en glaður líka. Eins og að vera ólétt og finna margar tilfinningar í einu. Svo ekki nóg með það þá hafa Valdís, Eva og Guðjón verið svo dugleg að hjálpa okkur, okkar góðu vinir. Sem betur fer eru þau búin að lofa að koma og heimsækja okkur og við eigum eftir að endurgjalda það, we will be back.

Friday, May 04, 2007

í belg og biðu

Og nú er komin föstudagur og það verður surströmming eða úldin síld i kvöld. H'un verður borin fram í kveðjupartý fyrir Val hjá kollega hans en þetta gums pantaði Valur sérstaklega. Ég hlakka til, kolleginn á bát, eigin bryggju og garðhús þar sem við verðum látin smakka á þessum sænska þjóðarrétti, við ætlum samt til öryggis að fara með íslenskar lambakótilettur með okkur. Annars er bara farið að sjá í styttri endann á þessari búslóðarpökkun, gott og Örebro skartar sínu fegursta til að kveðja okkur allmennilega, hér er sól og sumarylur. Ég er afslappaðri en í gær og ætla að taka góða pásu í dag. Ætla að borða sushi með rektornum mínum, fara með krakkana í klippingu og leikfangabúð. Fara í Hemköp og aðstoða Hörð Breka að versla fyrir kveðjupartýið sitt sem verður annað kvöld og svei mér þá, er að hugsa um að skella mér í dekurbað verð þá svo ilmandi fín þegar ég fæ mér úldna síld.
Ég skelli inn nokkrum myndum af afrakstri annarinnar og af mér í vinnustofunni. Bara til öryggis þá eru flestar myndirnar enn í vinnslu. Ég skelli þessu bara í belg og biðu tími ekki að eyða meira af pásunni minni í að stílfæra, kannski seinna. Góða helgi elskurnar mínar.










Wednesday, May 02, 2007

Hotthottbrokkbrokkpakketípakk

pakkettípakkpakk, brokkettíbrokk, hotthottáhesti. Nidurpökkun gengur vel, ógrynni drasls er útumallt, rykrotturnar skjótast um og yta undir frjóofnaemi okkar hjóna sem hnerrum í takt og snytum okkur í viskustykki. Erfitt ad vera í skólanum thessa sídustu daga og eg tharf thví oft ad skreppa í tölvustofuna. Nú vil ég bara ad thessari viku ljúki og allar hennar pökkunarkvadir ásamt veisluhöldum og vorsyningarundirbunings. Nennessuekki og langar bara ad fara ad takast á vid thad sem framundan er í naestu viku. Hrmpffff, hnerr, snyt, tarvot augu nennekki af vera med ofnaemi, hrmpfff nennekki ad vera ad gera fylupokablogg, hrmpffff Brynja, drífdu thig nú í ad mála eitthvad guddómlegt! agaahahahahaag og eg kved ad sinni.