Athyglisverðri viku lokið og ákalflega krefjandi. Var í kúrs sem heitir "health communication" þar sem hugur mannsins var skannaður og ýmiskonar aðferðir og tækni skoðuð til að hafa áhrif á hegðun og hugsun. Margbreytileiki og samskipti milli menningarheima, ráðgjöf við ýmsar aðstæður eins og fjöldaslys og annað var æft. Svo vorum við tekin í nefið af samskiptafræðingum og tjáning og fyrirlestartækni skoðuð ýtarlega hjá hverjum og einum. Ótrúlega magnað, erfitt, stressandi og lærdómsríkt. Allir unnu sigra á sjálfum sér og samstaðan var mögnuð og áþreifanleg í bekknum. Fólk grét, hló og studdi hvort annað svo fallega og allir þjálfuðust í að gefa gagnrýni, neikvæða og jákvæða en á þann hátt að engum var misboðið. Mér gekk mjög vel og hafði mikla ánægju af þessari viku, þrátt fyrir hjartslátt og annað stress við opinberun á sjálfri mér þá naut ég þess að takast á við þetta. Fékk mjög gott feedback sem ég lærði af og lifi á hrósum eins og ég væri efni í trúarleiðtoga, stjórmálamann en fyrst og fremst væri með karisma og sannfæringarkraft sem næði til áhorfenda. Ætla mér örugglega ekki störf í framtíðinni sem trúarleiðtogi en get vel hugsað mér að boða kærleika án trúartengingar í formi þess að aðstoða fólk að taka skynsamleg skref í lífinu og náttúrlega elska og virða sjálft sig.
En nóg um þetta, við njótum helgarinnar hér á Skáni, böðuðum okkur í eystrasaltinu í gærkveldi í roknaroki og miklum öldugangi. Ég hélt mér skefld í reipið, Valur og Frosti dýfðu sér og voru mun kjarkaðri en ég. Pallinn beið í gufunni staðráðinn í að stíga ekki fæti í saltan sjó. Þetta hreinsaði sálina og heit gufan á milli ferða í sjóinn efldi í okkur kraftinn og kjarkinn. Erum núna að leggja í hann til Gautaborgar. Líklega ekki sjóbað í kvöld en annar lúxus í formi guðafæðis og nærveru við vini sem situr lengi í kroppnum.
Saturday, February 02, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
8 comments:
Kom Palli með jólatréð ??
Bestu kveðjur úr frostinu og snjónum
Edda semeralvegaðspringa !
hljómar vel þessi skólavika þín, hefði verið til í að taka þátt í henni með þér/ykkur!
Yndislegt að samnemendur þínir eru farir að þekkja þig og sjá hæfileika þina og kosti eins og þeir eru og eins og við hin þekkjum þig:)
Til hamingju með það sæta mín!
Held að ef við vildum það þá gætum gert marga skemmilega hluti saman í framtíðinni hvað atvinnu/verkefni varðar, Dr.Phil prófið styður það! það kemur mér alla vegana ekki á óvart að við föllum í sama flokkinn hjá honum.
En hvað svo sem atvinnulega framtíð varðar, þá hlakka ég til að hafa þig nær mér og alla þá ævintýralegu hluti sem liggja í ókominni framtíð okkar, hver veit nema við eigum eftir að baða okkur í íslensku saltvatni!
kossar og knús úr snjónum á Akureyri
Klifradi 7 metra hatt upp i loftid a klifurvegg og Alexey var bjarvaetturinn a jördu nidri öskradi og aepti og svo horfdi eg a börnin min klifra upp eins og köngulaer og ekkert vaerti og Sveinbjörn bjargadi mer for 7 metra hallo hallo hangandi a höndunum og
endadi svo i rússnesku partyi thar sem 74% kvennanna hetu Natasha enda sagdi eg thegar eg kom inn heitidi thid ekki annad hvort Natasha eda Svetlana og thad var rett
dönsudum eins og vid aettum lifid ad leysa og Alexey eldadi ljotan mat, sem minnti mig a augu ur fiski og naglasupu thottist eta med börnunum engin tomatsosa
thin tobba
Mikið væri nú næs ef við værum hér saman báðar undir sæng að kjafta og drekka heitt kakó því hér er skítakuldi eins og búið að vera síðan um jólin. Hér myndi enginn máttur fá mig í sjábað hehe.. Gaman að heyra að þér gengur vel í skólanum það er ekki við öðru að búast koss og knús
Ég væri alveg til í að hafa þig sem trúarleiðtoga. Það myndi bara gott koma frá þeim sértrúarsöfnuði. Annars til hamingju með öll góðu kommentin. Koma mér ekki neitt á óvart enda ertu gædd miklum yfirnátturulegum sjarma og ekki skemmir mikill þokki og glæsileiki fyrir heldur. Alveg er ég nú annars á sömu línu og hann Palli. Hefði pottþétt verið með honum í gufinni. Það er sko meira minn staður en þessi skítkaldi saltsjór brrrr. Njótið þess að hafa góða vini hjá ykkur.
K og k ;)
Verð að prófa þetta sjóbað einhverntímann!
En ég myndi taka við þér sem trúarleiðtoga!
Alltaf gaman að lesa bloggið þitt.
Bara að senda ástarkveðju á ykkur öll
Áslaug
Hefði verið til í sjóinn með ykkur :) Til lukku með velgengnina elsku Brynja.
Post a Comment