Friday, February 29, 2008

þraukað til þrjú og Háin tvö

Alveg er nú frábært að sitja hér og hlusta á Hallbjörn, nei ég er ekki að djóka, okkur Val áskotnuðust geisladiskar í sumar (takk Edda) með 100 íslenskum gömlum lögum og þetta hleypir í mann stuðinu og minnir á gamla tíma djamm og annan óskunda. Talandi um óskunda, ég er gjörsamlega búin að hlaupa maraþon í heilsueflingunni sem ég er að hanna. Aumingja tannlæknirinn minn frá Pakistan sem fannst að lokum án internettengingar og lesandi fyrir upptökupróf hefur rölt hæglátur á eftir mér. En vissuð þið að árið 1995 á Íslandi höfðu 64% 15-16 ára unglinga orðið drukknir allavega einu sinni og að núna er þessi tala komin niður í 42%, ekki nóg með það þá skoraði norðausturland ansi vel en tíundubekkingar sem höfðu orðið fullir síðastliðna 12 mánuði 2006 voru 28,1% en miðað við landið allt var tíðnin 39,1%. Svo sem munur sem er háður ýmsum aðstæðum og getur rokkað fram og aftur en samt, góð vísbending og auðvitað þarf að halda áfram að berjast í þessu.

En já það er svo gaman að gera svona verkefni þar sem maður fær að útfæra hugmyndir sínar og afla sér sérþekkingar á sviðum sem heilla mann. Ekki er verra síðan að fá að hanna efni í kringum þetta og sköpunargáfa mín malar af ánægju.

Núna er ég að herða hugann og reyna að fara að lesa um "domain theory" innan "planning and leadership". Nenni því ekki, langar svo að fara að kaupa mér bleikar rósir og einhvern góðan fisk í kvöldmatinn, en ég ætla að þrauka til þrjú og þá dekra ég við mig og krakkana, ætlum í búðina, þau fá að velja sér blað og ég kaupi mér vel valdar rósir og við rennum ljúflega inn í helgina, guð minn almáttugur verð að bæta við að nú er Hemmi Gunn að syngja einn dans við mig, get ekki annað en hlegið upphátt.

Takið nú dans herrar mínir og frúr um helgina, munið að dans gerir ykkur glöð og ef einhverra hluta vegna ykkur er fyrirmunað að dansa takið þá lagið í sturtu, ég mæli með "all you need is love"

6 comments:

Thordisa said...

Knús til þín gamla mín :-)

Bromley said...

Held að ég hafi smakkað fyrst áfengi i 7.bekk,ógeð!!
Hefurðu velt því fyrir þér hvenær þú munir samþykkja fyrsta sopann hjá þínum börnum?
Kær kveðja Ásta tannsi

Anonymous said...

Kolfinna fílar einn dans við mig með Hemma Gunn:) Hef ekki spilað Hallbjörn fyrir hana en hún hefur góðan smekk og myndi sennilega dilla sér ljúflega við hann ;)

Litli mann sefur vært í svíþjóðardressi og stóra systir kemur bráðum heim frá dagmömmunni. Já gaman að segja frá því að hjá dagmömmunni eru 5 börn og 6 hundar... veit ekki alveg hvað Hemmi eða Hallbjörn segja um það !

Jæja best að klára einsog einn þvottahaug svo við Kolfinna getum lagst í sófann með púsl, blöð og liti en það er uppáhalds þessa dagana :)

Knús í kotið
Edda

Anonymous said...

Einfaldlega sakna þín og þinna.
knús, knús, knús,knús, knús, knús,knús knús og knús.

Fnatur said...

Fengum einmitt svona 100 laga íslenskan disk í jólagjöf nema hann var með barnalögum og þar voru svona yndislegir gullmolar eins og Járnkarlinn sem segir dojojojo, Roy Rogers með Halla og Ladda og ryksugan á fullu.
Verð að bæta þessum 100 laga diski sem þú ert með í safnið í sumar :)
Það er mjög áhugavert að líta yfir unglingadrykkju tölurnar. Gaman að fá að fylgjast með því sem þú ert að gera í skólanum.

Ást að eilifu ;)

Anonymous said...

Æ æ takiði nálina af mér ææ