Friday, March 30, 2007

Ferdasúpa

Ferdalagid hafid, vid erum komin til Lundar og spenningur á öllum vígstödvum. Eda eins og Hördur Breki ordadi thad svo vel: " mamma ég hlakka svo til ad vakna á morgun". Smá adskilnadarkvídi í minni, en hinsvegar laeknar vissan um góda daga hja afa og ömmu auk allra hinna hann fljótlega. Egyptaland tekur svo vid hja okkur og mer finnst eins og vid seum ad fara i brudkaupsferd...hmmm sem thetta náttúrlega er, thad verdur svo yndislegt ad vera vidstödd egypskt brúdkaup, thori sko ad fullyrda thad og hitta okkar yndislegu vini.

Erum búin ad borda súpu a la Sveinbi med stórum graenmetisbitum sem hreinsa sálina, borda braud med pesto og nú bídur sófinn, heillandi sem aldrei fyrr.

Wednesday, March 28, 2007

niðurpökkunarkrísa

úffpúff, það er erfitt að raða niður í tösku svo skynsamlegt sé þegar framundan er vikuferð til Egyptalands, kjólar, pils, háhælaðir skór er auðvitað það sem fyrst fer sjálfviljugt ofan í, langerma bolir, síðbuxur og strigaskór streitast við, segjast ekki vilja ferðast með þessum pjattrófum...veit ekki alveg hvernig ég á að sannfæra þau um að notagildi þeirra sé ótvírætt. Annars er heilsan á uppleið, búin að myndskreyta eitt krummaljóð og stefni á að mæta í skólann á morgun. En núna ætla ég að fara að raka á mér lappirnar og hefja brúnkukremsmeðferð á morgun....já það er mikið á sig lagt til að ná af sér vetrarblámanum.

Góða nótt ljúfurnar mínar.

Tuesday, March 27, 2007

krummakona

Ég ligg í rúminu í lopapeysu af Valla og appelssínugulum lopasokkum. Hóstinn er svíðandi og augun rauð, fæ mér koníaksopa. Ímynda mér að það sé árið 1880 og ég sé fátækur rithöfundur, fletti í bókinni "Svält" eftir Knut Hamsun. Búin að semja 2 og hálft krummaljóð, ætla að reyna að myndskreyta þau í dag þegar ég er búin að fá mér annan koníakssopa.

Svarta, mjúka, fallega krummabarn
með rauðan munn.
Guðsgjöf sem getur gengið
með sterka fætur
og vængina hefur enginn betri fengið.

Svarta mjúka, fallega krummamóðir
með rauðan munn.
Sterkbyggðir vængir sem geta flotið
með hlýjan faðm
og ástina hefur enginn meiri hlotið.

----

Við söfnumst saman í klettahlíð og fjöru.
við verðum að hoppa svolítið og hreyfa okkur.
Litlir vængir fljóta um fjallið.
Við böðum okkur í vindinum.
Nestiskarfan bíður á landi.

---

í litlu húsi býr lítil kona með fjögur börn,
hún sýður graut
hún veiðir fisk
hún setur haus á disk

Á grænum hól býr krummamamma með fjögur börn
hún kroppar kjöt
hún drepur mýs
hún étur það sem úti frýs

...á eftir að bæta við þetta en svona til að þið áttið ykkur á skáldsemi minni er þetta hluti af verkefni sem ég er að gera fyrir skólann, ætla að semja mín krummaljóð á íslensku allavega meðan ég er að koma mér í haminn, hamsunhaminn.

hóst, hóst
Brynja

Monday, March 26, 2007

rauðeygð, rauðnefjuð með munnangur.

Hóst, hnerr, ræsk. Á þessu heimili nefnist ég froskakonan þar sem ég gef frá mér skrýtin hljóð til þess ætluð að klóra mér í hálsinum. Er viðþolslaus, langar mest að taka klósettburstann, troða honum niður í hálsinn og skrúbba hann duglega. Vorkenni mér voðalega, leiðinlegt að vera lasin, hef ekki verið svona alvöru lasin lengi, karlarnir mínir eru líka lasnir þannig þetta er ekki nokkurt ástand. Stelpulillan mín fór í leikskólann í dag enda búin að taka út sitt en hún fór ekkert í leikskólann í síðustu viku vegna sömu veikinda sem hrjá okkur núna. Vona bara að við náum okkur í tíma fyrir ferðalögin framundan, lán í óláni að vera með þetta núna en vonandi ekki í næstu viku. Hmmm, nú ætla ég að fá mér sítrónute, reyna að hætta að vorkenna mér og vonast eftir huglægum klöppum á öxlina.

Thursday, March 22, 2007

ég ríð rækjum hér!

Hér á þessu heimili er helginni þjófstartað, frí á morgun vegna þess að skólar barnanna eru lokaðir og Valli á stuttan dag í vinnunni. Ég eldaði unaðslegan og sumarlegan mat, Lilý okkar er aftur mætt á svæðið, hefði viljað hafa ykkur líka með til að njóta hans þ.e.a.s. matarins, hér fáið þið huglægan kvöldverð í boði okkar, varsågoda:

700 gr risarækjur (frosnar, hráar með hölum)
1 msk olífuolía
1 msk sesamolía
hálfur púrrulaukur
1/4 kínakálshaus
vænn saxaður hvítlaukur,
vænn saxaður rauður chilipipar
vænn rifinn biti engifer
1/4 dós niðursoðið mangó í syrup light og safinn
3 snúningar salt
1-2 snúningar pipar
Eitt knippi kóriander

Steikið hvítlauk, chili og engifer í olífuolíunni við lágan hita þar til mýkist og lyktin verður unaðsleg, passið að brúna ekki!
Bætið strimluðu kínakálinu og púrrulauknum útí og mýkið vel,
skellið rækjunum útí og sesamolíunni og leyfið þeim að löðrast í grænmetinu og olíunni í smá stund,
skellið niðurskornu mangóinu útí, saltið eftir vild og hellið því magni af safa sem þið kjósið,
setið lokið á wokpönnuna og leyfið þessu að hitast vel en passið ykkur að ofelda ekki rækjurnar, klippið kóríanderið yfir og voilá þetta er tilbúið!

Gott eitt og sér með hvítvíni og brauði og smjöri, brauðið er fínt til að sleikja upp sósuna!

Hreinn unaður og ekki er verra að ég fékk blómakjóllinn minn í dag frá USA!
Brynjuknús til ykkar og lofið mér því að tékka á þessum unaðslega og einfalda rétti!

Tuesday, March 20, 2007

Bólusetning og handkuldi

Jæja nú styttist í ferðalagið okkar til Egyptalands, draumar næturinnar eru farnir að snúast um væntanlega endurfundi, múmíur og sumarkjóla. Búin að fara með silkikjólinn og jakkafötin í hreinsun og börnin fengu að bólusetja okkur foreldranna. Ég reyndar gugnaði á aðstoð frumburðarins, varð eitthvað svo undarlega máttlaus, handköld og fékk suð fyrir eyrun þannig að minn heitelskaði greip inn í og gerði þetta sköruglega. Dagrún fékk hinsvegar að sprauta pabba sinn í rólegheitunum, það gekk vel og hún sýndi góða takta.


Saturday, March 17, 2007

kvartandi krypplingar í ilmkúlubaði

Er á leiðinni í heitt ilmkúlubað, læt fjölskylduna dekra við mig og trallinn er að gera handa mér pestopizzu. Fegin að vera komin heim. London þessi ys og þys borg skemmti mér vel með öllu sínu aðgengi að frábærri list, veitingastöðum og búðum. Ég er rósóttri tekönnu ríkari ásamt nokkrum kílóum af bókum en síðasta daginn minn, eftir að hafa kíkt á Royal Collage of Art, eyddi ég í Foyles bókabúðinni sem er náttúrlega bara unaður á mörgum hæðum, takk Ásta fyrir að benda mér á hana! Mér tókst að vera mikið ein og fá mitt næði sem var yndislegt. Ég átti góðar samræður við sjálfa mig, drakk mikið te og naut þess að vera ein í heiminum. Ef ég hefði ekki náð því hefði ég getað fórnað vináttu og ágætum kunningjaskap sem ég á við skólafélaga mína og kennara, ég var komin á síðasta snúning með svíanöldrið, hélt mér samt á mottuni, beit á jaxlinn, brosti en gat með engu móti tekið undir kvartkórinn. Ég ætla í baðið mitt og þvo af mér fýluna sem Svíarnir klíndu á mig með sínu sífellda kvabbi og kveini, það er svo heitt, það er svo kalt, vatnið er svo heitt, vatnið er svo kalt, brauðið er svo lengi að ristast, smjörið er svo hart, sultan er svo sæt, mér er svo illt, ég er svo sveittur, ég gæti orðið veik, ég held ég sé að stíflast, ég svaf ekki vel, og listinn er ekki tæmandi.

Svíar í útlöndum.

Meira af slíku.

Thursday, March 15, 2007

mannaskitur i dos og braud med sultu

Var ad enda vid ad borda morgunmat, engin egg og beikon a theesu hoteli heldur braud med sultu...hmmm. Er buin ad fara i morg sofn og thar a medal baedi Tate sofnin og atti frabaeran tima thar inni, mjog hvetjandi og yndisleg upplifun ad skoda Turner verk, sat med gaesahud og datt inn i storkostlega liti og kroftugar pensilstrokur i umhverfi sem var avintyralegt og a koflum ohugnalegt eftir thvi hvada sogu var verid ad segja. I Tate modern var gaman ad renna i gegnum impressionismann, surrealismann og upplifa lika samtimalistavverk. Mer finnst alltaf fyndid ad sja humarsimann hans Dalis, hlandskalina hans Marcels og nidursodna mannaskitinn. En upplifunin var skemmtilegust i ljosmyndaverkum Sindy shermans og Susan Hiller hafdi lika ahrif a mig...aetla ekki ad fara nanar ut i thad her. Bordadi svo indverskan mat i gaer a Brick Lane, algjorlega 5 stjornu maltid og er svo buin ad tolta adeins a oxford street ad sjalfssogdu og kikja i soho. Skemmti mer vel en er a koflum akaflega treytt a felagsskap Svia, gott folk en eins og alltaf allt frekar jobbigt hja theim. Hlakka til i kvold ad hitta hana astu og borda sushi, vid heyrumst svo dullurnar minar, good bye and thank you

Sunday, March 11, 2007

Latur dagur

Þið vitið að mér finnst Svíar stundum klikk...en í morgun þegar ég var úti í göngutúr þá fylltist ég sænskri þjóðerniskennd þegar verið var að draga sænska fánann að húni hjá nágrönnum okkar. Það bætti á rómantíkina að sólin skein í gegnum furutrén, fuglarnir sungu svo nautnalega og ekki snjóarða á jörðu. Elska tilfinninguna sem fylgir vorkomunni. Núna klukkan 1705 er reyndar grámyglulegt, skýjað en allavega 9 stiga hiti. Frekar ólíkt veðurfar fyrir ári síðan þegar við böðuðum okkur upp úr snjónum sælla minninga en þið getið rifjað það upp með því að fara eitt bloggár aftur í tímann.

Áttum yndislegan dag í gær, fórum í göngutúr í blíðskaparveðri í nýju matvöruverslunina en löbbuðum reyndar heim í rigningu og roki í bakið. Með híbýlablað handa mér, barbíblað handa Dagrúnu og Kalle anka blað handa Herði Breka í poka. Kveiktum á kertum þegar heim var komið, hituðum kakó og höfðum það huggulegt, endaði með því að við sofnuðum öll í klukktutíma, það finnst mér vera lúxus. Um kvöldið borðuðum við hjá Evu og Sven, grænmetislasagna, sænskar kjötbollur, salat og thaisiki, dýrðlegan púðursykurmarengs með rjóma og ávaxtasalati með graskerafræum í eftirmat og drukkum alvöru kaffi. Horfðum á lokaúrslit í melodifestivalen og erum himinlifandi sæl með úrslitin.

Dagurinn í dag, latur dagur, fórum í bæinn við skötuhjúin og nutum þess að börnin voru í heimsóknum hjá vinum sínum, fengum okkur kaffi og bara röltum. Núna er ég að fara að pakka fyrir London en ég verð þar næstu viku og stúdera list vonandi í miklum móð...aldrei að vita nema ég kíki í nokkrar búðir líka.

Heyrumst eftir viku elskurnar mínar!

Thursday, March 08, 2007

Baunasalat og Metallica

Ef einhver saknar mín þá mæli ég með að sá hinn sami setji á sig ilmvatnið Allure sensuelle, hafi lagið "nothing else matters með Metallicu á repeat, fái sér baunasalat í hádeginu og hjóli allavega 10 km í rigningu og hangi svo á netinu í góða stund og drekki um leið súkkulaðimyntute.

Baunasalat vikunnar:
2 hnefar soðnar baunir (þær sem þér finnast bestar, mínar uppáhalds eru hvítar stórar og litlar svartar)
Kraminn hvítlaukur, magn fer eftir smekk, (ég set mikið)
allavega 3 snúningar svartur pipar
2-3 snúningar salt
Skvetta af Balsamic ediki
skvetta af Olivuolíu
niðurskorinn tómatur eða lúka af kokteiltómötum
væn lúka af saxaðri basiliku

blanda saman og gott að láta taka sig yfir nótt

Fínt eitt og sér eða með ristuðu brauði og smjöri

Wednesday, March 07, 2007

spurning dagsins

Jaeja thetta er komid á hreint, vid erum ad fara til Egyptalands í brúdkaupid theirra Rósu Rutar og Marvans, vid erum full tilhlökkunar og sannfaerd um ad thetta verdi ljúft aevintýri. Börnin fara til Íslands og kúra sátt hjá afa og ömmu. Spurningin er: vitid thid um einhvern sem er ad fara til Akureyrar í flugi frä Reykjavík eftir 1700 thann 31. mars og gaeti hugsad sér ad vera börnunum mínum innan handar...
knúsíkrús
Brynja

bleika konan sem kyndir ofninn minn

Mér finnst litla hafmeyjan falleg svona bleik

https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEi2BOt01-ZWqQTvWtGCq4ljcJtwIroyDAhazylk3pNL0SNMOo5yUSUpzsQ-A4M7tE6ho0oROWqIOAb0toONqv0GFGoNmIfrobeP2McHYcyS9KI0xiD5oTiFRC-lhcaZRiHB44Lc/s1600-h/Havefru.jpg

Monday, March 05, 2007

Hugsanasupa kryddud med ledurbuxum.

Ég er idandi í dag. Hugurinn sveimar á milli Lundar, London og Egyptalands. Inn á milli sveima hugsanir um hvad eigi ad hafa i kvöldmatinn, vangaveltur um málverk í vinnslu og naudsyn thess ad drullast til ad festa striga á ramma, fá Björn húsvörd til ad adstoda mig thví ég er svo hraedd vid helvítis rafmagnssögina, paelingar um hvar eg finni góda fatahreinsun, hvada kjóla ég eigi ad hafa med mér i ferdalögin framundan og ofan á thetta allt hljómar islenska júrovisionlagid sem eg hlustadi á í gaer í hausnum á mér..."í lófa mínum blablabla" thví eg kann ekki textann. Mér finnst Eirikur flottur í ledurbuxum og hann glottir tharna til mín í hugsanasúpunni, vaeri alveg til í ad renna hendi í gegnum rauda makkann hans, svona innan alls velsaemis audvitad.

Friday, March 02, 2007

Herra mars

Dásamlegt, Herra Mars horfir á mig á hverjum degi og ég á hann. Í morgun var snjórinn tekinn að bráðna og fuglasöngurinn fyllti loftið með fyrirheit um kærleika og frygð. Vorið er sem sé farið að boða komu sína og það er gleðiefni. Uppáhaldsdagurinn minn í dag, föstudagur með sínum föstu siðum, pizzu, ís, kertsljósum og hugsanlega rauðvínsdreitli, ó mæ svo sænskt eitthvað og rútínerað en við fílum það. Annaðkvöld erum við svo boðin í pólskan kvöldverð. Ég er skrópari í dag, nennti ekki til Stokkhólms að skoða list og ég nennti ekki að gefa henni séns, veit að ég á eftir að njóta mín í listinni í London...en þangað fer ég 12. mars, hlakka til að fara á söfn, gallerý og hvíla lúin bein á góðum pöbbum.

í Gærkvöldi heyrði ég að strákurinn minn var að snökta, fór inn til hans og þá var hann svona voðalega leiður yfir því að baðkarið okkar í Lundi er á fótum. Honum finnst þetta skelfilega ljótt og ef það er eitthvað sem hann vill fá að ráða þá er það að það sé ekki baðkar með fótum. Mikil dramatík sem fylgdi þessari pælingu, mér finnst hún fyndin þó ég reyndi að sína samúð mína og útskýra að vandamálin gætu nú verið flóknari en þetta. Það er búið að kaupa baðkarið og hananú.

Ég óska ykkur öllum góðrar helgar og vors eins og kollegi minn hann Jónas!
knúsíkrús
Brynja