Friday, May 04, 2007

í belg og biðu

Og nú er komin föstudagur og það verður surströmming eða úldin síld i kvöld. H'un verður borin fram í kveðjupartý fyrir Val hjá kollega hans en þetta gums pantaði Valur sérstaklega. Ég hlakka til, kolleginn á bát, eigin bryggju og garðhús þar sem við verðum látin smakka á þessum sænska þjóðarrétti, við ætlum samt til öryggis að fara með íslenskar lambakótilettur með okkur. Annars er bara farið að sjá í styttri endann á þessari búslóðarpökkun, gott og Örebro skartar sínu fegursta til að kveðja okkur allmennilega, hér er sól og sumarylur. Ég er afslappaðri en í gær og ætla að taka góða pásu í dag. Ætla að borða sushi með rektornum mínum, fara með krakkana í klippingu og leikfangabúð. Fara í Hemköp og aðstoða Hörð Breka að versla fyrir kveðjupartýið sitt sem verður annað kvöld og svei mér þá, er að hugsa um að skella mér í dekurbað verð þá svo ilmandi fín þegar ég fæ mér úldna síld.
Ég skelli inn nokkrum myndum af afrakstri annarinnar og af mér í vinnustofunni. Bara til öryggis þá eru flestar myndirnar enn í vinnslu. Ég skelli þessu bara í belg og biðu tími ekki að eyða meira af pásunni minni í að stílfæra, kannski seinna. Góða helgi elskurnar mínar.










20 comments:

Anonymous said...

mig langar i allar thessar myndir, er ad hugsa um ad staekka bara husid mitt til thess ad fa plass fyrir thaer allar!

kram og knus

her er gott vedur en eger komin med thessa tussu sem krakkarnir voru med, hosta illt i halsi, panodil, er ad fara i gardinn a eftir, kaupi eitthvad blom handa ther

Anonymous said...

Kæra Brynja og fjölskylda! Þú heimsóttir drauma mína í nótt og skildir eftir svo sterka nærveru að ég hugsa vart um annað en þig og Val og krakkana, að pakka og flytja ykkur um set. Mig langaði svo að vera komin til þín (suk). Renndi yfir bloggið þitt síðustu vikur og skoðaði myndirnar þínar, ljósmyndir sem og málverk - rosalega er þetta flott hjá þér stelpa !! Vildi frekar vera í vorfíling í Sverige heldur en hér í skítaslyddu og kulda....irrrr. Gangu þér annars veg í pökkun, hendingum, klippingum, kaupum, úldnusíldaráti, baði og öllu því sem gefur lífið þínu gildi í dag. Sakna þín big time.

imyndum said...

Vá... segi ekki annað, rosalega eru þetta flott verk hjá þér, svo ólík en öll svo flott... ég er rosalega stolt af þér.
kossar
Rósa

Anonymous said...

Svaka flottar myndir af prjónakonunni og líka kallinum þarna. Þú ert alltaf að verða betri og betri í málaralistinni. Ég veit ekki hvar þetta endar eiginlega.

Anonymous said...

oooo elskan mín findu bara hús í Lundi rétt hjá þér og við Ingó bara komum er að fá nóg á þessu skeri :-)

Fnatur said...

Þvílíkar myndir.....ég get ekki gert upp við mig hverja ég myndi helst vilja eiga því allar eru þær svo yndislegar. Ég fékk bara vægt hjartastopp þegar ég skrollaði niður bloggið. Þegar ég kom síðan að mynd númer 10 þá algjörlega stoppaði hjartað af hrifningu. Takk fyrir að deila listinni þinni með okkur ;)

Viva Las Vegas beibe

Anonymous said...

Hjartað í mér stoppaði líka við "mynd 10" þegar ég kom í heimsókn og skoðaði vinnustofuna hennar Brynju. Get alveg sagt ykkur að það var alveg frábært að fá að koma og fá smá fílinginn, klifra upp stigana og inn í vinnustofuna þar sem Brynja var búin að koma sér fyrir og eyða síðustu tveimur vetrum og sjá hana í gallanum sem var ekki alveg jafn hreinn og flottur og ég var vön að sjá hana.

Anonymous said...

Pant bleiku blómin. Einu sinni bjó ég nefnilega með bleikri, rómatískri stelpu frá Árskógströnd - og síðan þá janfa ég mig ekki á bleika litnum. Hann er langfallegastur í allri litaflórunni.
Svo væri ég til í mynd 4, þar sem listamaðurinn er að mála fallegu bleiku blómin.

En - hvað ætlaður annars að hafi fyrir stafni í Lundi - og Valur? Og hvað lengi og allt það. Veit minna en ekkert, en sárvorkenni Þórdísi með allar sínar góðu vinkonur í útlöndunum.

Systa

Anonymous said...

óska ykkur góðrar helgar og að ykkur gangi vel í þessari kveðjutörn og njótið þess að vera þessu fólki, hugsanlega í siðasta skipti, skrítin tilhugsun.
Myndirnar þínar sæta mín eru yndislegar og það sem mér finnst svo frábært er hversu fjölbreyttar þær eru sem undirstrikar það enn frekar hversu fjölhæfur listamaður þú ert. Landaslag heillar mig alltaf og mér finnst dýptin í þeirri mynd eitthvað svo mögnuð, en mér finnst bleika myndin þín einhvern veginn standa upp úr af þessum vegna þess að hún er allt öðru vísi en allt það sem ég hef séð eftir þig hingað til. Hún færir líka svo mikla gleði, já bara jákvæða orku frá sér, hún er óvænt og þar af leiðandi eitthvað svo skemmtileg:)

Anonymous said...

ég gleymdi að minnast á krumma myndirnar, mér finnst þær mjög flottar, einfaldar teikningar, skemmtilegar, fuglinn er svo flott fígura hjá þér, og svo nærð þú að fanga ísland í þeim á svo einfaldan en skemmtilegan hátt, hlakka til að sjá þær fullkláraðar:)

Anonymous said...

Hæ Brynja mín :)
Af öllum myndunum þínum ólöstuðum þá er ég lang hrifnust af landslagsmyndinni og myndinni af prjónakonunni :)
Vona að allt gangi vel um helgina öll partýin og pakkeríið. Góða helgi kella mín

Guðbjörg Harpa

Unknown said...

Ég væri alveg til í svona portrett af mér.

brynjalilla said...

Kæru Öll, takk fyrir öll þessi fallegu orð um listina mína. Er ánægð með að geta sýnt ykkur nokkuð fjölbreytt sýnishorn þar sem það var markmið mitt á önninni að vera með ólíkar nálganir og prófa mismunandi efnivið. Vildi fá sem mest út úr náminu. Held að það hafi tekist sérstaklega líka vegna þess að ég var ekki að vinna að sýningu. En nú er ég tilbúin á ný fyrir slíka vinnu og stefni á sýningu í apríl hér í Svíþjóð á næsta ári. Uppáhaldsmyndirnar mínar eru landslagsmyndin og bleika blómamyndin, olía, akrýl, túss og pastelkrít.

Rósa J þú veist að nr. 10 er þín, ég á bara enn eftir að fínpússa hana og þú veist að þú þarft að koma og sækja hana hehe. Hahhaha Sverrir Páll þú kannski situr fyrir mér í Koti og ég næ góðri eyfjafjarðasýn í leiðinni!

Anonymous said...

Sæl litla systir.
Verð líka að fá að leggja orð í belg, slefa af áfergju núna. Ástæðan er landlagsmyndin og prjónakonan.
Ef ég gifti mig verður þá önnur mín?

Lára said...

Hvað ég hlakka til að verða rík og geta keypt af þér myndir, Brynja mín! Þær eru svo fallegar.

brynjalilla said...

Aldrei að vita Áslaug hehehe

Anonymous said...

Æðislega fallegar myndir, ég á bara ekki orð til að lýsa hrifningu minni.Kysstu fólkið þitt frá okkur hérna í Snægilinu.

brynjalilla said...

Maðurinn með pípuna er Árni Sig!

Anonymous said...

Oh man hvað ég er svekkt að mynd númer 10 er frátekin! Allar eru myndirnar þínar afskaplega fallegar en mér finnst númer 10 flottust. Einn daginn ætla ég að kaupa af þér málverk.

Kveðja og knús,
Ingibjörg

Anonymous said...

ó my ó my þetta eru svo flottar myndir og svo mikil breidd þetta er svooo flott hjá þér brynja mín ég er oftast spar á lýsingarorðin en þetta er algjörlega fullkomlega með því flottasta sem ég hef séð good work elsku vinkona ástarkveðja ragna