Grasið er komið og við vökvum í gríð og erg og garðurinn okkar er smám saman að taka á sig mynd. Í dag ætla ég að gróðursetja hindberja- og jarðaberjaplöntur (takk aftur Rósa og Andri). Vikan var ljúf að mestu fyrir utan streptókokka sem bönkuðu upp á hjá stelpunni, þeir eru farnir með skottið milli lappanna. Ég notaði matarlím í fyrsta sinn á ævinni og tókst vel upp og gerði þetta fallega kampavínshlaup sem var m.a. í boði í innflutningspartýinu. Það var mjög vel heppnað alltså partýið, góð og mjúk stemming. Borðað og spjallað langt fram á nótt úti sem inni í blíðunni m.a. um positive psychology og konur sem hlaupa með úlfum. Gott fólk var hér og heiðursgestirnar komu alla leið frá Gautaborg og koma vonandi sem oftast. En það er víst ábyggilegt að vináttuböndin styrkjast við Letta, Svía og Íslendinga sem búa hérna í nágrenni okkar. Tobban mín gaf mér fallegasta blómavönd í heimi, angandi píónur og rósir og gerði fylltu tómatana sína sem bragðast svo vel. Helgin var svo letileg og notaleg, brunch á laugardeginum, barnafmæli og vídeó um kvöldið, sáum myndina Dumplings frá Kóreu, góð en óhugnaleg mynd um hégóma og sem frekari meðmæli sofnaði ég ekki! En nú eru það húsmóðursverkin sem kalla, ætla að búa til mikið af hamborgurum í dag og vinna í garðinum, þetta er náttúrlega bara lúxus.
Monday, May 28, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Ohhh hlökkum svo til að koma og vera hjá ykkur. Erum sko farin að telja niður dagana og pakka niður í huganum ;)
Rosalega ertu dugleg að koma þér fyrir Brynja mín! enda varð ég að blogga um þinn mikla dugnað í kvöld, hann er svo inspírerandi að ég er loksins búin að mála forstofuna;-)
Lúv, Ingibjörg
Gjuggað stuð á ykkur alltaf og þið alltaf jafn sæt.
Knús,
Linda
Post a Comment