Flutningabíllinn er kominn og við erum að henda síðasta draslinu í kassa, þessu leiðinlega sem safnast upp. Vinir okkar eru að hjálpa okkur þessar elskur og þetta er bara hreinlega allt að smella saman. Og Lilý gaf okkur fallegustu rúmföt í heimi sem hún sjálf saumaði og strauaði, hugsa sér, ætlum að sofa með þau fyrstu næturnar í nýja húsinu. Hej då Örebro och tack för allt!
...og svo er það næsti kafli í Lundi.
Tuesday, May 08, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
15 comments:
Þið hefðuð þurft að hafa úldin egg til að bjóða upp á í partýinu, fyrst boðið var upp á surströmming. Er ekki viss um að Svíum hugnist sá réttur.
Gangi ykkur vel í dag.
Magnað !
Gangi ykkur vel.
Hlökkum bara meira og meira til að koma til ykkar :)
Er gatarinn ekki kominn til HB ?
Bæjó
Edda
góða ferð á leið í nýja heimilið elskurnar mínar.
.......hérna segðu mér býr Eiríkur Hauksson nálægt nýja húsinu þínu?
knús
Vá ég fékk alveg kítl í magann þegar ég las þennan stutta pistil. Það er svo gaman að flytja :)
Gangi ykkur vel að koma ykkur fyrir :)
Knús frá Cal
Guðbjörg Harpa
gangi ykkur vel og góða ferð, núna er allt þetta skemmtilega eftir, að koma sér fyrir á nýjum, það er svo gaman
til hamingju !!!
Eeeeelskuleg. Uss hvað við vorum mannalegar í morgun, ég segji nú ekki annað.
Mannaleg var ég hinsvegar ekki þegar ég labbaði uppí skóla, hágrenjandi með hvítvínsflöskuna í hendinni á þriðjudagsmorgni. Haha spurning hvað fólk hefur haldið um þá villuráfandi snót.
Búin að stinga öllaranum í samband og ætla að poppa í kvöld. Dýrð og dásemdir!
Vona að það fari vel um ykkur með nýpressuð sængurfötin í nýja húsinu.
Kram í krús
velkomin heim!!!!!!!!!!
Til hamingju með nýja heimilið.
Þið eruð greinilega miklu gáfaðri en við. Kaupið alltaf nýtt/nýlegt meðan við þurfum alltaf að byrja á því að rífa upp verkfærin og málningarrúllurnar þegar við flytjum.
Hvað Eirík Hauksson varðar, þá skilst mér að hann búi í Fredrikstad í Noregi, sama bæ og Elli mágur minn. Það var reyndar ekki Elli sem sagði mér frá því (nema hann hafi gert það fyrir mörgum árum og ég sé búin að gleyma því) en ég skal spyrja hann betur út í þetta þegar ég fer í heimsókn í næstu viku.
Hlakka til að heyra frá ykkur af nýjum slóðum
kossar, Rósa
Takk musirnar minar, vid buum nuna i kössum sem varir ekki lengi. Börnin kiktu a skolana sina i morgun og adlögunin hefst strax a morgun fyrir straksa. Allt i rust heima nema yndislega rumid okkar med nyju finu broderudu rumfötunum okkar, sváfum vel og thetta leggst mjög vel i okkur en nu vil eg fara ad pakka upp...Sakna thín Lily min en thu hlýjar mer nuna a hverju kvöldi;)
Mikið verður þetta gaman hjá ykkur.
Það er líka svo miklu skemmtilegra að taka upp úr kössum á nýju heimili heldur en að pakka ;)
Þvílík flottheit að fá ný rúmföt og að daman hafi saumað þau sjálf....alveg hreint magnað.
Þið munuð sofa ljúft á nýja heimilinu það er ég viss um ;)
LUV U, Fnatz
Bíðum spennt eftir fréttum úr nýja heimilinu :)
Knús í kotið og hálsakotin !
Edda,Addi og Kolfinna
Óður til Brynju lillu:
Í litla Lund hún flytur sig,
ljúfa Brynjan okkar,
hittir þar Tobbu en ekki mig;(
í nýju húsi rokkar.......(feitt).
Kv, Fnatzý
til hamingju með nýja heimilið.
Góða skemmtun við að taka upp úr kössum og koma ykkur fyrir, sendi herði breka góðar kveðjur og óskir um að allt gangi vel í nýja skólanum á morgun.
kossar og knús til ykkar allra
hannaberglind
Post a Comment