Ef einhver saknar mín þá mæli ég með að sá hinn sami setji á sig ilmvatnið Allure sensuelle, hafi lagið "nothing else matters með Metallicu á repeat, fái sér baunasalat í hádeginu og hjóli allavega 10 km í rigningu og hangi svo á netinu í góða stund og drekki um leið súkkulaðimyntute.
Baunasalat vikunnar:
2 hnefar soðnar baunir (þær sem þér finnast bestar, mínar uppáhalds eru hvítar stórar og litlar svartar)
Kraminn hvítlaukur, magn fer eftir smekk, (ég set mikið)
allavega 3 snúningar svartur pipar
2-3 snúningar salt
Skvetta af Balsamic ediki
skvetta af Olivuolíu
niðurskorinn tómatur eða lúka af kokteiltómötum
væn lúka af saxaðri basiliku
blanda saman og gott að láta taka sig yfir nótt
Fínt eitt og sér eða með ristuðu brauði og smjöri
Thursday, March 08, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
7 comments:
Ég sakna þín en á ekki þetta ilmvatn en hugsa samt oft til þín. Ætla að setja Metallicu á fóninn og borða baunasalat í þínu boði.
Ég á örugglega eftir að prófa þína uppskrift en var að setja inn kjúklingabaunauppskrift inn á hjá mér undir salöt 2 ef þú vilt prófa.
ég get líka hangið á netinu en þetta með að hjóla 10 km. í rigningu ræðum við seinna. Hugsa bara um þig á gönguferðunum mínum í staðinn.
Annars ertu allstaðar á mínu heimili. Myndir eftir þig upp á vegg, Píkublóm í hillu, myndir af þér í albúmum, gjafir frá þér eru hér víða og alltaf ertu mér í huga og hjarta.
knús
mmm girnilegt :)
en sástu ekki alveg örugglega kommentið frá Freydísi í síðustu færslu ?
knús
Edda
Takk elsku systir fyrir ad sakna mín smá...Edda hér voru húrrahróp og köll í morgun, thú getur rétt ímyndad thér gledina hjá frumunum mínum.
Þarna kom uppskriftin sem ég var að leita að. Prufa þetta í næstu viku. Amminamm.
Ég ætla ekki heldur að hjóla í roki og snjókomu hérna í Boringnesi! Gvuð hvað ég hlakka til að flytja til Akureyrar.
Hvenær komiði heim og hvert ætliði að flytja? Var að starta bloggi, á eftir að læra að setja inn myndir. Þá get ég loks birt myndir af dúllunni minni.
Er búin að downloda Metalicu - hún klikkar ekki.
Til hamingju með Egiptalandsferðina:)
Sakna þín alltaf
þú ert yndisleg Sólveig Ása, mikið var gaman að fá komment frá þér!
Ah hvenær við komum heim lára...erfitt að segja við höfum það svo gott hérna í Svíþjóð, allavega áður en börnin verða fermd en ég lofa að við mætum til þín í kaffi upp á hvern sunnudag eftir messuferð á henni sætu Akureyri sem við stefnum á að svíaríki loknu, hlakka til að sjá meira af rúsínunni þinni.
Hanna Berglind, ég og þú á sumarkvöldi í Lundi, í sumarkjólum með kokteil í glasi og metallica hljómar í bakgrunninum.
Post a Comment