Monday, March 05, 2007

Hugsanasupa kryddud med ledurbuxum.

Ég er idandi í dag. Hugurinn sveimar á milli Lundar, London og Egyptalands. Inn á milli sveima hugsanir um hvad eigi ad hafa i kvöldmatinn, vangaveltur um málverk í vinnslu og naudsyn thess ad drullast til ad festa striga á ramma, fá Björn húsvörd til ad adstoda mig thví ég er svo hraedd vid helvítis rafmagnssögina, paelingar um hvar eg finni góda fatahreinsun, hvada kjóla ég eigi ad hafa med mér i ferdalögin framundan og ofan á thetta allt hljómar islenska júrovisionlagid sem eg hlustadi á í gaer í hausnum á mér..."í lófa mínum blablabla" thví eg kann ekki textann. Mér finnst Eirikur flottur í ledurbuxum og hann glottir tharna til mín í hugsanasúpunni, vaeri alveg til í ad renna hendi í gegnum rauda makkann hans, svona innan alls velsaemis audvitad.

4 comments:

Anonymous said...

Eiki rokkar feitt !
En þú værir nú líka flott í leðurbuxum :)

Anonymous said...

Lederhosen og Eiríkur er "líþal" blanda!!
Fann bloggið þitt gegnum hlaupatíkina hann bróður minn.Ég er greinilega ekki kona með konum nema að koma mér upp svona bloggi. Bloggið hennar múttu verður að duga í bili: http://martrygg.blogspot.com/
Belív itt orr nott: ég er gift kona og komin með eina litla dúllu. Já, kraftaverkin gerast enn. Við ætlum að flytja til Akureyrar eftir páska, gaman gaman!!
Mig dreymdi ykkur Valla í nótt, þið keyrðuð framhjá mér og ég var ógeðslega spennt og sagði: "Valli og Brynja!!! Eltum þau, ég verð að hitta þau!!" Svo vaknaði ég.

brynjalilla said...

haha Edda thú ert fyndin, hlakka svo til ad hitta thig og thína í sumar. Börnin eru mjög spennt ad sjá Kolfinnu og aetla ad kenna henni ad labba vikuna fyrir páska.

Jiminn hvad thad var gaman ad heyra frá ther Lára og innilega til hamingju med thessa saetu stelpu, eg skodadi hana a möggubloggi, efnileg og falleg stelpa. Gaman ad thid aetlid ad flytja til Akureyrar, vona ad thid finnid góda vinnu og heimili. Akureyri getur verid svo ósköp yndisleg og mikilvaegt ad gera ser mat úr thví sem hún og nagrenni hennar býdur upp á, vonandi á eg eftir ad heyra meira í thér!

Lilý said...

Ef apple mynd framleida raudan makka vitum vid alveg ad hann vaeri lodinn og i ledurhulstri.

Svo langar mig lika ad segja takk í skrifudum ordum. Takk, tú ert sú besta :*