Er á leiðinni í heitt ilmkúlubað, læt fjölskylduna dekra við mig og trallinn er að gera handa mér pestopizzu. Fegin að vera komin heim. London þessi ys og þys borg skemmti mér vel með öllu sínu aðgengi að frábærri list, veitingastöðum og búðum. Ég er rósóttri tekönnu ríkari ásamt nokkrum kílóum af bókum en síðasta daginn minn, eftir að hafa kíkt á Royal Collage of Art, eyddi ég í Foyles bókabúðinni sem er náttúrlega bara unaður á mörgum hæðum, takk Ásta fyrir að benda mér á hana! Mér tókst að vera mikið ein og fá mitt næði sem var yndislegt. Ég átti góðar samræður við sjálfa mig, drakk mikið te og naut þess að vera ein í heiminum. Ef ég hefði ekki náð því hefði ég getað fórnað vináttu og ágætum kunningjaskap sem ég á við skólafélaga mína og kennara, ég var komin á síðasta snúning með svíanöldrið, hélt mér samt á mottuni, beit á jaxlinn, brosti en gat með engu móti tekið undir kvartkórinn. Ég ætla í baðið mitt og þvo af mér fýluna sem Svíarnir klíndu á mig með sínu sífellda kvabbi og kveini, það er svo heitt, það er svo kalt, vatnið er svo heitt, vatnið er svo kalt, brauðið er svo lengi að ristast, smjörið er svo hart, sultan er svo sæt, mér er svo illt, ég er svo sveittur, ég gæti orðið veik, ég held ég sé að stíflast, ég svaf ekki vel, og listinn er ekki tæmandi.
Svíar í útlöndum.
Meira af slíku.
Saturday, March 17, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
8 comments:
Velkomin heim kæra systir.
Mikið er nú gott að þú ert komin heim heil á húfi og reynslunni ríkari.
Trúi því að þér hafi verið vel fagnað við heimkomuna.
En mikið skil ég þig systir.
eigum sameiginlega þessar þarfir.
þörf fyrir félagsskap en jafnframt þörf fyrir einveru inn á milli. Einveru sem hægt er að nota til að lesa, grúska, brasa eða einfaldlega að njóta tilverunnar og hlaða sjálfan sig.
Elska þig.
hæ elsku vinkona og velkomin heim tek líka undir félagsþorfina og einveruna elska að vera ein að væplast í útlöndum
og já...trúi því að það sé líandi að vera í svífelldu nöldri það endar með því að maður fer að trúa því að allt se ómögulegt þó það sé langt frá því jæja er að fara gera okkur sjávarretta tagalagatelli ;) með rustica brauði ummmm verði þér að góðu með pestopizzuna ummmm verð að fara heyra í þér fljótlega knús og kossar ragna
Hey Brynja, mér fannst gaman að hitta þig. ;) Kær kveðja, Ásta
"Ar det nanstans man kan ga och bada har i London"
Svíi í hópferðinni sem ég fór í með mömmu og pabba ´88. Það þarf allt að vera eins og heima.
Ég mæli síðan með að þú segir Svíunum skemmtilega sögu sem ég segi stundum stelpunum mínum ef þær er með eitthvað væl.
Einu sinni voru tvær systur sem hétu Whining og Complaining. Dag einn voru þær úti að labba með föður sínum og þær voru búnar að hlaupa svolítið á undan honum. Þá komu þær að stórri hraðbraut þar sem margir bílar voru að keyra og áður en þær gátur hlauðið út á hraðbrautina kallaði Pabbi þeirra "Stop Whining and Complaining!" Og þá stoppuðu þær.
Þeim finnst þetta alveg svakalega skemmtileg saga. ;)
Þetta er sígilt umræðuefni, hvernig maður afgreiðir svona mál. Þín aðferð er ekki slæm, þe. bíta á jaxlinn og brosa. Sú aðferð sem er notuð hér í Nor. er að tala allt í kringum hlutina án þess að nefna þá nokkurntímann og endanleg niðurstaða er engin. Svo er hægt að gera eins og Danir að segja það hreint út og gefa bara skít í hvort mótaðilinn verði eitthvað sorrý yfir því.
Annars væri hægt að búa til spjöld til að koma sínu á framfæri td. "flott hjá þér", eða "ósammála!" eða "æji þegiðu nú".
EN! Þú ert komin með fína hugmynd að nýju listaverki, munnar í mismunandi fýlugeiflu sem þú gætir kallað "Þjóðarsálin" eða "Austmenn" eða eitthvað í þeim dúr. Annaðhvort olía eða jafnvel vinnsla með digital myndir er það sem mér dettur fyrst í hug.
takkatakkatakk, Áalaug hvenær ætlar þú að koma og eiga góða einveru og féalgsstund hér í Sverige?
Ragna, gaman að heyra í þér, ég er viss um að maturinn hafi bragðast unaðslega, Valli lofar að gera pestopizzu handa ykkur þegar þið eigið næst leið um!
Ásta mér fannst líka mjög gaman að hitta þig! Spái því að næst hittumst við ásamt Fanneyju í Lundi eða Akureyri!
Högni og Orri þið eruð báðir með góðar tillögur. Ég íhugaði að taka íslenskdanska háttinn á þetta og segja liðinu að bíta á jaxlinn og láta vaða í harða smjörið, taka áhættur í lífinu og hætta þessu væli en ákvað svo vegna þess hversu stutt er eftir af náminu að þrauka...vil að þau muni eftir mig sem sérvitri Íslendingurinn í staðin fyrir reiði Íslendingurinn.
Annars er þetta góð hugmynd af verki Orri, hallast að þessu með digital vinnsluna, get látið fylgja með hljóðinnsetningu, verkið myndi heita gnällmunnar.
Við ættum að halda árlegt (það fyrsta af mörgum) bloggarapartý í júlí á Akureyri.
Ásta
Hahaha frábært svíakvabbið. Velkomin heim skutla.
Post a Comment