Þið vitið að mér finnst Svíar stundum klikk...en í morgun þegar ég var úti í göngutúr þá fylltist ég sænskri þjóðerniskennd þegar verið var að draga sænska fánann að húni hjá nágrönnum okkar. Það bætti á rómantíkina að sólin skein í gegnum furutrén, fuglarnir sungu svo nautnalega og ekki snjóarða á jörðu. Elska tilfinninguna sem fylgir vorkomunni. Núna klukkan 1705 er reyndar grámyglulegt, skýjað en allavega 9 stiga hiti. Frekar ólíkt veðurfar fyrir ári síðan þegar við böðuðum okkur upp úr snjónum sælla minninga en þið getið rifjað það upp með því að fara eitt bloggár aftur í tímann.
Áttum yndislegan dag í gær, fórum í göngutúr í blíðskaparveðri í nýju matvöruverslunina en löbbuðum reyndar heim í rigningu og roki í bakið. Með híbýlablað handa mér, barbíblað handa Dagrúnu og Kalle anka blað handa Herði Breka í poka. Kveiktum á kertum þegar heim var komið, hituðum kakó og höfðum það huggulegt, endaði með því að við sofnuðum öll í klukktutíma, það finnst mér vera lúxus. Um kvöldið borðuðum við hjá Evu og Sven, grænmetislasagna, sænskar kjötbollur, salat og thaisiki, dýrðlegan púðursykurmarengs með rjóma og ávaxtasalati með graskerafræum í eftirmat og drukkum alvöru kaffi. Horfðum á lokaúrslit í melodifestivalen og erum himinlifandi sæl með úrslitin.
Dagurinn í dag, latur dagur, fórum í bæinn við skötuhjúin og nutum þess að börnin voru í heimsóknum hjá vinum sínum, fengum okkur kaffi og bara röltum. Núna er ég að fara að pakka fyrir London en ég verð þar næstu viku og stúdera list vonandi í miklum móð...aldrei að vita nema ég kíki í nokkrar búðir líka.
Heyrumst eftir viku elskurnar mínar!
Sunday, March 11, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Elska letidaga
er einmitt í leti í dag eftir orkumikinn og skemmtilegan dag með Jóni og Lárusi í gær. Pa og ma kíktu í kaffi áðan, notalegt að sitja yfir kaffibolla með þeim og spjalla
góða skemmtun í London, hefði ekkert á móti því að vera þarna með þér
kossar og knús úr snjó og sól
Góða ferð snúllan mín!
Guðrún og co
Góða ferð til London, veit það verður ekki jafn gaman í metró án mín, Þórdísar og Ingveldar..., skemtu þér vel kæra vinkona og bráðum... og bráðum... :)
Hafðu það yndislegt í London kæra vinkona og ef þú hittir Ástu sys kysstu hana frá mér.
Góða ferð og góða skemmtun, kysstu Kalla prins frá mér humm eða nei annars, bið bara að heilsa Betu.
knús
Post a Comment